Fréttir

Glæsilegur árangur ÍRB á Landsbankamóti
Sund | 3. júní 2014

Glæsilegur árangur ÍRB á Landsbankamóti

Þegar við tölum um árangur erum við ekki bara að árangurinn hafi verið góður í lauginni. Landsbankamótið er mjög stórt verkefni og það er frábær árangur að geta skipulagt og haldið svona stórt mót með góðri þáttöku fjölmargra sjálfboðaliða en á mótinu syntu yfir 500 sundmenn víðsvegar af landinu og voru um 200 fleiri skráningar í sund í ár miðað við í fyrra.

Mótið rann vel, jafnvel þó laugardagsmorguninn hafi verið afar langur. Fjölmargir voru við vinnu á mótinu fullt af dómurum og öðrum starfsmönnum mótsins, jafnvel enn fleiri foreldrar unnu svo við hin ýmsu störf eins og að sjá öllum fyrir mat, afgreiðslu í sjoppu, fararstjórn, gæslu í skóla, veita verðlaun og svo mætti lengi telja. Í ár buðum við upp á nýbreytni en sent var beint frá mótinu í gegn um vefmyndavélar sem foreldrar úr hópnum hafa séð um að útvega og setja upp. Við þökkum öllum kærlega fyrir aðstoðina. Við kunnum svo sannarlega að meta ykkar framlag og það skiptir miklu máli fyrir liðið okkar.

En árangurinn í lauginni var líka mjög góður. 34 Landsbankamótsmet voru slegin af sundmönnum frá ýmsum liðum, þar á meðal ÍRB og 14 Keflavíkur og Njarðvíkurmet voru slegin af okkar sundfólki. Úrslitin voru glæsileg og lofar það góðu fyrir AMÍ og UMÍ. Það voru þúsundir bestu tíma á mótinu hjá krökkum í öllum liðum og fengu sundmenn viðurkenningarborða fyrir að bæta tíma sína.

Samkvæmt hefðinni endaði mótið fyrir 8 ára og yngri á sjóræningjaleik þar sem elstu sundstrákarnir okkar stóðu í eldlínunni til þess að skemmta yngstu sundkrökkunum. Áður höfðu elstu strákarnir og stelpurnar sýnt nokkur sund fyrir þau yngstu, í ár var það 200 skrið hjá stelpunum og 200 fjór hjá strákunum. Flottir tímar náðust í þessari sundsýningu sumir þeir bestu í sögu ÍRB. Allir sundmenn 8 ára og yngri fengu svo þáttöluverðlaun fyrir dugnað sinn á mótinu.

Í hópi 12 ára og yngri veittum við verðlaun í aldursflokkum 9-10 ára og 11-12 ára fyrir allar greinar. ÍRB var með næstum því 50% gullverðlaunanna eða 28 af 64 og var svo með 21 silfur og 22 brons! Frábært hjá þessum ungu sundkrökkum.

Hjá eldri krökkunum vorum við aftur með verðaun í fjórum flokkum eftir FINA stigum. Langt skriðsund, sprettir, fjórsund og 200 m annað en skrið. ÍRB stelpurnar voru í 3 efstu sætunum í öllum flokkunum fjórum í opnum flokki og strákarnir voru með 2 í efstu sætunum í öllum sundflokkunum í opnum flokki. Þetta lofar líka góðu fyrir stóru mótin sem eru framundan.


Kristófer Sigurðsson var stigahæsti karlinn á mótinu með 638 FINA stig í 100 skrið og  Sunneva Dögg Friðriksdóttir var stigahæsta konan á mótinu með 655 FINA stig í 800 skrið.

Takk kærlega aftur allir fyrir þessa miklu vinnu og til hamingju sundmenn með glæsilegan árangur.

Úrslit af Landsbankamóti:

8 ára og yngri

12 ára og yngri

13 ára og eldri

Sundsýning
 

Ný félagsmet á Landsbankamóti:

Landsbankamót 50m

Sunneva Dögg Friðriksdóttir          100 Skrið (50m)          Konur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir          50 Skrið (50m)           Stúlkur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir         100 Skrið (50m)          Stúlkur-Njarðvík
Íris Ósk Hilmarsdóttir                  400 Skrið (50m)          Stúlkur-Keflavík
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir              50 Bak (50m)             Telpur-Njarðvík
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir              400 Fjór (50m)          Telpur-Njarðvík

Landsbankamót 25m

Sunneva Dögg Friðriksdóttir         200 Skrið (25m)         Konur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir         200 Skrið (25m)         Stúlkur-Njarðvík
Kári Snær Halldórsson                  400 Skrið (25m)         Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson              200 Flug (25m)          Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson              200 Fjór (25m)          Hnokkar-Njarðvík
Kári Snær Halldórsson                  400 Fjór (25m)           Hnokkar-Njarðvík
María Rán Ágústsdóttir                100 Bak (25m)           Snótir-Njarðvík
María Rán Ágústsdóttir                200 Bak (25m)           Snótir-Njarðvík