Gleði og keppnisskap á Speedomóti
Mikil gleði og ákaft keppnisskap skein úr augum unga sundfólksins sem keppti á öðru Speedomóti ÍRB, en mót þetta er ætlað er fyrir sundmenn 12 ára og yngri og stendur eingöngu yfir í einn dag. Alls tóku tæplega 160 sundmenn frá frá fimm félögum þátt í mótinu, en mótið gekk afar vel. Þau félög sem kepptu á mótinu ásamt ÍRB voru: Ármann, Ægir, ÍA og Þróttur Vogum. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel og var mjög oft á verðlaunapalli, jafnvel öllum þremur pöllunum. Mikil breidd er greinilega í okkar liði því við unnum sjö af þeim átta boðsundum sem keppt var í. Þetta form af sundmóti hefur mælst afar vel fyrir hjá öðrum sundliðum og stefnum við á að festa þessi mót í sessi. Eitt innafélagsmót féll á mótinu en þar átti í hlut Denas Kazulis í 50m skriðsundi hnokka átta ára og yngri, en það met var bæði ÍRB og Njarðvíkurmet. Til hamingju Denas.
Úrslit frá mótinu