Fréttir

Góð byrjun á sundárinu hjá yngri sundmönnum á Gullmóti KR
Sund | 18. febrúar 2014

Góð byrjun á sundárinu hjá yngri sundmönnum á Gullmóti KR

Góð byrjun á sundárinu hjá yngri sundmönnum á Gullmóti KR

Gullmót KR er mjög stórt mót með marga keppendur. Það er fyrsta mót ársins í 50 m laug hjá yngstu iðkendunum okkar og jafnvel alfyrsta mótið þeirra í 50m laug. Þetta er stórt skref fyrir krakkana og í ár tókst mjög vel til. Það voru hundruðir bætinga og margir tímarnir voru afar góðir.

Nokkur félagsmet voru slegin til dæmis náði Tristan Þór gömlum 50 og 100 flug metum í sveinaflokki sem Baldvin Sigmarsson átti en hann á nú Íslandsmetið í aldursflokknum fyrir ofan í flugsundi. Hin unga Eva Margrét hélt áfram að vekja aðdáun okkar en hún er nýkomin í Hnátuflokk en er þegar búin að bæta metið í 50 skrið og 100 flug.

Það voru auðvitað margir sem unnu verðlaun en við höldum áfram að leggja áherslu það að mesta ánægjan fæst með því bæta tímana sína. Hinn frægi sundþjálfari Bob Bowman sagði eitt sinn um Michael Phelps: Ég veit að hann hefði verið ánægðari með að ná markmiðstímanum sínum í Beijing og lenda í öðru sæti heldur en að vinna gullið á þeim tíma sem hann synti á, það er ekki efi um það í mínum huga. Michael finnst mikilvægast að ná þeim tímum sem hann stefnir á, það er mikilvægasta markmiðið í hans huga. Þetta snýst um að setja sér erfið persónuleg markmið, leggja vinnu á sig og ná markmiðunum.

Vel gert hjá öllum þeim sundmönnum sem mættu á mótið og náðu persónulegum markmiðum!

Niðurstöður  má sjá hér

Einstaklingar

Boðsund

Met sem voru slegin á Gullmóti KR


Tristan Þór K Wium             50 Flug (50m)           Sveinar-ÍRB
Tristan Þór K Wium             50 Flug (50m)           Sveinar-Keflavík
Tristan Þór K Wium             100 Flug (50m)         Sveinar-ÍRB
Tristan Þór K Wium             100 Flug (50m)         Sveinar-Keflavík
Fannar Snævar Hauksson      50 Skrið (50m)         Hnokkar-Njarðvík
Kári Snær Halldórsson          100 Skrið (50m)        Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson      50 Bak (50m)           Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson      100 Bak (50m)         Hnokkar-Njarðvík
Kári Snær Halldórsson          50 Bringa (50m)        Hnokkar-Njarðvík
Kári Snær Halldórsson          100 Bringa (50m)      Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson      100 Flug (50m)        Hnokkar-Njarðvík
Eva Margrét Falsdóttir           50 Skrið (50m)        Hnátur-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir           50 Skrið (50m)        Hnátur-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir           100 Flug (50m)       Hnátur-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir           100 Flug (50m)       Hnátur-Keflavík