Fréttir

Góð byrjun á tímabilinu hjá ÍRB
Sund | 30. september 2014

Góð byrjun á tímabilinu hjá ÍRB

Sundmenn ÍRB sýndu styrk á Ármannsmótinu, við vorum með fjölmennasta liðið og sundmenn okkar syntu afar vel á mótinu. 

Krakkarnir voru flest að synda margar greinar á þessu móti og sýndu frábærar framfarir í öllum greinum. 

Elstu sundmennirnir tókust á við þá áskorun að synda allar 13 greinar (fyrir utan 800 skrið) á 3 dögum og voru að bæta tíma sína eða afar nálægt þeim sem er frábært svo snemma á tímabilinu og sýnir hve vel þau hafa lagt sig fram á æfingum núna í haust.

Karen Mist Arngeirsdóttir hélt áfram að slá met og bætti sitt eigið Íslandsmet í telpnaflokki í 50 m bringusundi þegar hún bætti tíma sinn um sekúndu frá því í júní en hún synti á 33.54 sek. Til hamingju Karen! 

 


Yfir helgina unnu sundmenn okkar yfir hundað verðlaun þar sem árangurinn lét ekki á sér standa á neinu aldurstigi.

Til hamingju allir og kærar þakkir til þjálfara og annarra sem vinna með þessum duglegu sundmönnum.

Yfirlit yfir félagsmet sem slegin voru  á mótinu munu birtast í næsta fréttablaði, Ofurhuga. Úrslit eru hér fyrir neðan.

Úrslit einstaklingar

Úrslit boðsund