Góð frammistaða á Gullmóti KR
Gullmót KR fór fram í Laugardalslauginni um helgina,sundliðið liðið okkar átti 70 sundmenn á mótinu og stóðu þeir sig afar vel. Eva Margrét Falsdóttir sigraði meyjaflokkinn á KR Super Challenge, en þar er keppt til úrslita í 50m skriðsundi í öllum flokkum og með útsláttarformi í opnum flokki.
Við hjá ÍRB áttum eftirtalda fulltrúa sem kepptu til úrslita í Super Challenge: Bergþóra Árnadóttir, Thelma Lind Einarsdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Fannar Snævar Hauksson, Birna Hilmarsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Robertson, en bestum árangri náði Eva Margrét Falsdóttir þegar hún bar sigur úr býtum í meyjaflokki.
Þrír af okkar sundmönnum settu mótsmet á mótinu en það voru þau: Eva Margrét Falsdóttir í 100m bringusundi, Gunnhildur Björg Baldursdóttir í 200m flugsundi og Þröstur Bjarnason í 400m skriðsundi.
Yngri flokkarnir okkar fara núna í smá mótahlé fram að Páskamótinu okkar. Þeir sem eldri og eru að reyna við lágmörk fyrir ÍM 50 halda því áfram og þeir sem eru nú þegar eru með lágmörk einbeita sé vel að undirbúningum fyrir íslandsmótið, en liðið leit afar vel út um helgina. Næsta mót er Fjölnismótið 4. og 5. mars.