Fréttir

Góð helgi á SH móti
Sund | 29. október 2012

Góð helgi á SH móti

Helgin var mjög skemmtileg á SH mótinu í Ásvallalaug þar sem ÍM25 verður haldið innan skamms. Elstu sundmennirnir eru á fullu í undirbúningi fyrir ÍM og eru á mjög stífum æfingum núna. Þetta mót var meiri prófraun á hversu vel þau höndla álag heldur en mót þar sem búist er við miklum bætingum á tímum. Þrátt fyrir það var það mjög ánægjulegt að sjá nokkra bestu tíma og allir voru yfirleitt að synda 1-2 sek frá sínum tíma. Nokkrir yngri sundmenn náðu að bæta við greinum á ÍM25. Aðrir voru að keppa í fyrsta sinn á opnu móti og gátu séð mjög góða og hraða sundmenn synda,  bættu tímana sína og einhverjir unnu jafnvel til verðlauna. Kærar þakkir allir fyrir jákvæða helgi!

Úrslit sundmanna ÍRB er að finna hér