Sund | 25. apríl 2007
Góðir garpar
Tveir garpar frá ÍRB kepptu á Íslandsmeistaramóti Garpa um sl. helgi. Það voru þeir garpar Sigmar Björnsson og Haraldur Hreggviðsson. Strákarnir okkar stóðu sig vel, Sigmar keppti í 200br (1), 100br (1), 100 fjór (2), 50 br (2) þ.e. íslandsmeistari í tveimur greinum. Haraldur keppti í 50br og 50skr og varð í 5. sæti í báðum greinum. Frábært hjá þeim. Srákarnir bíða spenntir eftir næsta garpamóti.