Fréttir

Góðir gestir á æfingadegi Sprettfiska, Flugfiska og Sverðfiska  á morgun!
Sund | 12. október 2012

Góðir gestir á æfingadegi Sprettfiska, Flugfiska og Sverðfiska á morgun!

 

Æfingadagurinn á morgun hjá Sprettfiskum, Flugfiskum og Sverðfiskum á eftir að verða krökkunum eftirminnilegur. Þrír okkar bestu sundmanna, þau Kristófer, Jón Ágúst og Berglind ætla að koma og vera með krökkunum ofan í lauginni og sýna þeim réttu tökin og snúningana. Það verður örgugglega skemmtilegt og svolítið spennandi að sjá hvernig stóru krakkarnir synda og svo munu þau aðstoða þjálfarana við að kenna litlu krökkunum.
 
 
Æfingardagurinn verður á morgun, Laugardag kl. 15-17 í Vatnaveröld. Sundmenn þurfa að vera tilbúnir og komnir í sundföt kl. 15.00 svo mælt er með því að mæta kl. 14.40. Allir þurfa að hafa sundgleraugu og sundhettu með sér. Á æfingunni verða ýmis tækniatriði æfð undir stjórn yfirþjálfara og með þjálfurum yngri hópa. Æfingadagurinn endar svo á leikjum sem styrkja liðsandann.
 
Sjáumst öll á morgun!