Góður æfingadagur yngri hópa
Fyrsti æfingadagur vetrarins hjá yngri hópum var heppnaðist mjög vel og var skemmtilegur. Það var góð mæting hjá ungu sundmönnunum okkar í Sprettfiskum, Flugfiskum og Sverðfiskum. Þjálfararnir Hjördís og Rúnar leiddu æfinguna með aðstoð og ráðgjöf frá yfirþjálfara. Þrír sérstakir gestaþjálfarar voru á æfingunni en það voru sundmenn úr Landsliðshópi þau Berglind, Kristófer og Jón Ágúst. Þau sýndu krökkunum ótrúlega sundhæfni sína og það heyrðist mikið af váááá og vóóóó! En þau sýndu ekki bara hvað þau kunna heldur hjálpuðu svo krökkunum að læra sjálf hvernig á að synda svona flott. Kristófer keppti meira að segja við unga og efnilega sundstelpu, hana Amelíu, í skriðsundi en hún hafði betur og synti 25 m hraðar en hann sína 50 m-góð tilraun Kristófer. Krakkarnir reyndu að giska á tíma í sundi og gátu unnið kókómjólk í verðlaun fyrir að giska á rétta tímann en það var mjög skemmtilegt. Takk kærlega fyrir góðan æfingadag og við hlökkum til þess næsta sem er í febrúar ;)