Sund | 9. júní 2007
Góður afrakstur Birkis Más á Smáþjóðaleikunum
Birkir Már Jónsson ásamt félögum sínum í boðsundssveit Íslands tókst enn eina ferðina að setja Íslandsmet þegar þeir kepptu í 4 * 100 metra skriðsundi á síðasta degi Smáþjóðaleikanna, árangur drengjanna dugði þeim í annað sætið, því er afrakstur Birkis á leikunum tvenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og þrjú Íslandsmet í boðsundum. Erla Dögg Haraldsdóttir sigraði 400 metra fjórsund með sannfærandi hætti, hún hlaut líkt og Birkir Már tvenn gullverðlaun og þar að auki ein bronsverðlaun.