Fréttir

Góður árangur Erlu í sínu fyrsta landsliðsverkefni
Sund | 14. október 2012

Góður árangur Erlu í sínu fyrsta landsliðsverkefni

 

Erla keppti á hinu stutta og snarpa Ísland-Færeyjar móti laugardaginn 13. október. Hún synti fyrst í 4x50 fjórsunds boðsundi og átti hún mjög gott og sterkt sund. Hennar aðalgrein var svo aðeins nokkrum mínútum seinna og var það 100 m flugsund  Eftir sterkt sund í boðsundi og þó hún hafi aðeins runnið til á pallinum í ræsingu var Erla aðeins 1 sek. frá sínum besta tíma í keppni gegn sundmönnum sem allir voru 2 eða fleiri sek. frá sínum bestu tímum. Þó Erla sé ekki himinlifandi með sundið þá synti hún af krafti þrátt fyrir óvænt atvik og stóð sig vel. Hún heldur áfram sínu striki á æfingum með fókusinn á að synda enn hraðar á Íslandsmeistaramótinu sem framundan er og veit við hverju er að búast í sundinu og keppnisumhvefinu. Við erum stolt af henni og vitum að hún á eftir að ná sínum markmiðum.

Vel gert Erla :)