Fréttir

Sund | 12. desember 2010

Góður árangur hjá Jóhönnu Júlíu á NMU

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir keppti nú um helgina á NMU og stóð hún sig mjög vel. Hún synti í gær í 100 metra skriðsundi á tímanum 1.00.35 og bætti tímann sinn síðan á ÍM25 um tæpa 1 sekúndu.  Hún synti einnig í 100 metra flugsundi í gær og var þá á tímanum 1.06.22 og bætti hún tímann sinn um 2,5 sekúndur.  Hún keppti einnig í 200 metra fjórsundi en þar var hún dæmd ógild. Það er alltaf ánægjulegt að sjá þegar fulltrúar okkar hjá ÍRB bæta árangur sinn þegar þeir eru að synda á erlendum stórmótum og eru þannig félagi sínu og landi til sóma.  Frábær árangur hjá Jóhönnu Júlíu. Til hamingju og gangi þér vel í undirbúningnum fyrir næsta sundár.