Fréttir

Sund | 20. október 2008

Góður gangur á ÍRB fólki erlendis

Góður gangur er þessa dagana á sundfólki ÍRB sem dvelur erlendis. Árni Már setti skólamet í 100m bringusundi og vann nokkrar greinar á fyrsta móti vetrarins í Old Domain University http://odusports.cstv.com/sports/c-swim/recaps/101808aaa.html og Erla Dögg vann allar sínar greinar. Jón Oddur vann 100m bringusundið örugglega á sínu fyrsta móti fyrir University Stony Brook í New York http://goseawolves.cstv.com/sports/m-swim/spec-rel/100908aab.html .

Birkir Már var í sveitum University of New Orleans http://www.unoprivateers.com/ViewArticle.dbml?SPSID=86704&SPID=10258&DB_OEM_ID=16700&ATCLID=1600698 sem settu skólamet í 4 x 100 fjór og 4 x100 skrið. Helena Ósk Ívarsdóttir er einnig í góðum málum en hún dvelur sem skiptinemi á Ítalíu þar sem hún æfir sund af kappi með heimamönnum. Sindri Þór er síðan í fljúgandi gír í Noregi þar sem hann er að æfa gríðarlega vel með sínu félagi og einnig norska unglingalandsliðinu. Bestu kveðjur til þeirra frá okkur á klakanum.