Fréttir

Sund | 1. nóvember 2009

Gott Fjölnismót

Úrslit helgarinnar hjá okkar fólki á Fjölnismótinu voru mjög ánægjuleg. Sundfólkið synti fjöldan allan af sundum og var árangurinn oft á tíðum býsna góður jafnt hjá yngri sem eldri og vannst fjöldinn allur af verðlaunum. Núna tekur bara við fínpússing á aðalsundinu sínu til að ná toppárangri á ÍM 25. ÍM 25 fer fram í Laugardalnum eftir tæplega þrjár vikur og núna er lokaspretturinn fram að móti að hefjast, með trukki og dýfu. Fjölnismótið var vel sótt og eiga Fjölnismenn þakkir skilið fyrir gott og skilvirkt mót.

Sundmenn og foreldrar til hamingju með góða helgi í lauginni. Áfram ÍRB :-) Þjálfarar

Úrslit á Fjölnismóti