Fréttir

Sund | 12. apríl 2007

Græna tunnan - fjáröflun

Tekin hefur verið ákvörðun um að ÍRB, sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur, muni taka þátt í verkefninu “Græna tunnan”. Þeir foreldar sem hafa gefið kost á sér til að taka þátt í verkefninu munu ásamt sundmönnum dreifa kynningarmiðum í hús í Reykjanesbæ um helgina og áætlað er að hafist verði handa við að ganga í hús miðvikudagskvöld 18. apríl og heimilium boðið að fá grænu tunnuna.  Dagskráin verður kynnt nánar innan skamms.