Guðni Emilsson íþróttamaður Keflavíkur 2007
Guðni Emilsson var útnefndur íþróttamaður Keflavíkur þann 27. desember sl.
Stjórnir og þjálfarar óska honum og hans fjölskyldu innlega til hamningju með árangurinn.
Helstu afrek á árinu:
Guðni Emilsson er sérlega efnilegur og duglegur sundmaður. Guðni á nokkur gildandi met í yngri aldursflokkunum og á síðasta ári þá vann hann til verðlauna á Norðurlandameistaramóti unglinga. Hann er einn af efnilegri bringusundsmönnum landsins, og á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í nóvember síðastliðnum varð hann Íslandsmeistari í 50m bringusundi. Tími hans í þeirri grein skipar honum í 33. sæti í fullorðinsflokki á afrekaskrá Evrópu. Hann hefur einnig orðið Íslandsmeistari í fullorðinsflokki í fjórum boðsundum á árinu og er einn af burðarásum boðsundsveitar deildarinnar sem sett hefur þrenn Íslandsmet á árinu.
Guðni tryggði sér sæmdarheitið Sundmaður Keflavíkur árið 2007 með því að synda 50m bringusund í 25m laug á tímanum 28.59 sek, sem gaf 815 alþjóðleg FINA stig, og 50m bringusund í 50m laug á tímanum 29.72 sek, sem gaf 793 alþjóðleg FINA stig. Fyrir þessi tvö sund fékk hann því samtals 1608 FINA stig.