Gullmót KR
Gullmót KR 2010
12. – 14. febrúar.
Kæru sundmenn og foreldrar
Þá er komið að KR- mótinu. Keppt verður í Laugardalnum. Búist er við að hver mótshluti taki u.þ.b. 3 klst. þannig að sundmennirnir þurfa að vera með mikið og gott nesti meðferðis. Munið eftir að hafa vínrauða ÍRB fatnaðinn með, það er skylda að vera í ÍRB fatnaði ef þið komist á verðlaunapalll og einnig munum við að nota ÍRB sundhettur á mótinu. Mótið er stigakeppni félaga, ÍRB hefur sigrað í stigakeppnina síðan 2002 og við höfum fullan hug á að halda þessum bikar áfram í Reykjanesbæ. Því leggjumst við á eitt, sundmenn, þjálfarar og foreldrar við að synda hratt og hvetja mikið til að halda bikarnum hjá ÍRB. 10 efstu sætin í hverjum flokki og hverri grein gefa stig, sjá hér neðar.
Foreldrar koma börnum sínum til og frá keppnisstað.
Aukasund á KR SC
8 bestu telpurnar og drengirnir og 8 bestu sveinarnir og meyjaranar keppa einnig til úrslita í einum úrslitariðli um kvöldið. Undanrásir á föstudagskvöldi
Frír aðgangur er inn á KR SC mótið á laugardagskvöldinu.
Verðlaunaveitingar / verðlaunafé
Keppt verður í 82 greinum í aldursflokkunum 10- 12 ára 13- 14 ára 15 ára og eldri, verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti í öllum greinum, auk þess fá allir hnokkar og hnátur þátttökuverðlaun. Einnig verða greidd sérstök verðlaun fyrir landsmet og fyrsta mótsmet sundmanns sem sett verða á mótinu.
- Landsmet: 25.000
- 3 stigahæstu einstaklingarnir fyrir 3 bestu sundin 1. sæti 20.000 2. sæti 10.000 3. sæti 5.000
- Mótsmet: besti tími í grein óhað aldri: 5.000 kr
- Aldursflokka mótsmet sérstök verðlaun
- Riðlaverðlaun eru veitt i öllum greinum
- Meðan á KR SC stendur verða dregnir út nokkrir góðir happdrættisvinningar
Greinar
Á föstudag verður keppt í opnum flokki í öllum 50 metra greinum og auk þess 800 m. skrið kvenna og 1500 m skrið karla. Synt verður í 50 metra braut alla mótshelgina. Á mótinu verður ræst yfir höfuð.
Hér á bakhliðinni er hægt að nálgast þær greinar sem verða syntar á mótinu ásamt áætlun á tímasetningu mótshluta.
Athugið að piltar og stúlkur (f. 1993, 1994 og 1995) keppa í opnum flokki karla og kvenna.
Áætlanir.
12 febrúar.
1. mótshluti upphitun kl. 15.30 keppni 16.30 – 20.30 Opinn flokkur.
13. febrúar.
2. mótshluti upphitun kl. 07:30 keppni kl 08:30 – 11:45 13 ára og eldri.
3. mótshluti upphitun kl. 12:00 keppni kl. 13:00 – 15:00 12 ára og yngri.
4. mótshluti upphitun kl. 15.00 keppni kl. 16.15 – 18.15 13 ára og eldri.
KR Super Challenge kl. 19.30 - 21.00 Úrslitasund frá föstudagskvöldi i 50 m flugsundi
14. febrúar.
5. mótshluti upphitun kl. 08.00 keppni kl. 9.00 – 12.30 13 ára og eldri
6. mótshluti upphitun kl. 13.00 keppni kl. 14.00 – 17.15 12 ára og yngri
Stigakeppni sundfélaga
Keppt verður um stigabikar í félagakeppni. Keppendur í hnokka- og hnátuflokki fá 1 stig fyrir hvert löglegt sund. Í öðrum aldursflokkum verða gefin stig fyrir fyrstu 10 sætin á eftirfarandi hátt 12-10-8-7-6-5-4-3-2-1. Stig fyrir boðsund verða tvöfalt hærri. Aðeins ein sveit í hverjum aldursflokki getur synt til stiga frá hverju félagi og skal það vera A-sveit félagsins. Athugið að piltar og stúlkur keppa í opnum flokki karla og kvenna og fá aðeins stig fyrir félag sitt fyrir árangur hinum opna flokki. Í 50 m greinunum á föstudegi er stigakeppnin i einum aldursflokki, opnum flokki. Veitt verða stig fyrir 10 efstu sætin í greinum föstudagsins, opnir flokkar
Stigakeppni einstaklinga
Verðlaun verða veitt fyrir þrjá stigahæstu einstaklingana í eftirtöldum aldursflokkum 17ára og eldri, pilta og stúlkna, drengja og telpna, sveina og meyja fyrir samanlögð stig í þremur greinum samkvæmt ISP stigatöflu.
Sundkveðja ! Steindór, Eddi, Sóley,Jóhanna, Guðný og Gummi!