Gullmót KR í sundi
Gullmót KR
Laugardalslaug 23. – 25. febrúar 2007
Ágætu sundmenn/foreldrar
Gullmót KR fer fram dagana 23. – 25. febrúar. Líkt og fyrri ár verður mótið stórskemmtilegt með þátttöku erlendra liða og Super Challenge á laugardagskvöldinu.
Við vonumst að sjálfsögðu eftir góðum árangri, hvoru tveggja í liða – og einstaklingskeppninni. Við leggjum ríkasta áherslu á að endurheimta titilinn fyrir liðakeppnina sem við misstum á síðasta ári í hendur sundliðsins Warrender frá Skotlandi. Það er þess vegna mjög mikilvægt að þið náið að einbeita ykkur mjög vel fyrir þátttöku ykkar á þessu móti, flestir sundmannanna synda margar greinar á mótinu sem er jú vel til þess fallið að krækja í sem flest stig.
Munið eftir ÍRB fatnaðinum, góðu nesti og að lesa tímaáætlunina vel og vandlega. Foreldrar sjá um akstur.
Áætlaðar tímasetningar einstakra mótshluta.
Áætlanir.
23. ferbrúar.
1. mótshluti upphitun kl. 15.30 keppni 17.00 – 19.45 Opinn flokkur.
24. febrúar.
2. mótshluti upphitun kl. 7.30 keppni kl 8.30 – 11.40 13 ára og eldri.
3 mótshluti upphitun kl 11.45 keppni kl. 12.45 – 15.00 12 ára og yngri.
4. mótshluti upphitun kl. 15.00 keppni kl. 16.30 – 18.40 13 ára og eldri.
KR Super Challenge kl. 19.45 - 21.00 Úrslitasund frá föstudagskvöldi.
í 50 metra flugsundi, öllum aldursflokkum.
25. febrúar
5. mótshluti upphitun kl. 8.00 keppni kl. 9.00 – 12.15 13 ára og eldri
6. mótshluti upphitun kl. 13.00 keppni kl 14.30 – 17.30 12 ára og yngri
Sundkveðja, þjálfarar