Sund | 3. júní 2009
Gunnar Örn sigraði í þremur greinum í Noregi
ÍRB átti þrjá fulltrúa í unglingalandsliði Íslands sem tók þátt í alþjóðlegu
sundmóti í Osló um helgina. Gunnar Örn Arnarson náði mjög góðum árangri þar sem
hann sigraði þrjú sund í sínum aldursflokki og komst þar að auki þrisvar í úrslit
í opnum flokki þar sem hann hafnaði í öðru sæti hvoru tveggja í 200 metra fjórsundi
og 200 metra bringusundi. Gunnar Örn bætti sinn fyrri árangur í þremur sundgreinum
af fjórum. Lilja Ingimarsdóttir lenti í þrígang í þriðja sæti í sínum aldursflokki
og tryggði sér sæti í úrslitum í opna flokknum í þessum þremur sundum. Lilja bætti
sig í 200 metra bringusundi. Soffía Klemenzdóttir náði sér ekki almennilega á strik á
mótinu en náði þó að krækja sér í silfur í 200 metra flugsundi í sínum aldursflokki.