Fréttir

Sund | 15. mars 2008

Hildur Karen framkvæmdastjóri SSÍ frá og með 1.6.2008

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir mun taka við sem framkvæmdastjóri Sundsambands Íslands frá og með 1. júní á þessu ári. Hildur hefur á undanförnum árum þjálfað og kennt sund hjá Sundfélagi Akraness og tekur hún við starfinu af Jönu Sturlaugsdóttur.
Í frétt frá SSÍ segir m.a.: Eitt fyrsta verk nýrrar stjórnar SSÍ var að ráða Hildi Karen Aðalsteinsdóttur sem framkvæmdastjóra sambandsins frá 1. júní 2008 en hún mun einnig vinna að sérverkefnum fram að þeim tíma.  Hildur Karen er sundhreyfingunni að góðu kunn kemur frá Bolungarvík og hefur verið burðarstólpi í Sundfélagi Akraness undanfarin ár en eins og flestir hafa orðið varir við hætti Jana Sturlaugsdóttir störfum sem framkvæmdastjóri SSÍ í lok janúar sl.  Hún hefur þegar horfið til annarra starfa en verður stjórn SSÍ og nýjum framkvæmdastjóra innan handar fram eftir vori.  Það er auðvitað eftirsjá að góðu starfsfólki en stjórn SSÍ óskar Jönu alls góðs á nýjum vettvangi og þakkar henni ánægjulegt samstarf undanfarin misseri.

Þessi frétt og þessi ljómandi mynd af Hildi Kareni var sótt á heimasíðu Óðins, www.odinn.is. Við hjá ÍRB óskum Hildi til hamingju með nýju stöðuna og hlakkar til að eiga með henni gott samstarf.