Hjólað til styrktar sundmönnum sem keppa á AMÍ.
Nokkrir vaskir kappar úr foreldraliðinu í sundinu ætla að hjóla norður á Akureyri á næstu dögum. Þeir munu fara af stað kl. 07:00 nk. föstudag og stefna að því að hjóla norður á fjórum dögum en Aldursflokkameistarmót Íslands í sundi fer fram á Akureyri í ár og hefst fimmtudaginn 28. júní. Munu því kapparnir vera verða komnir norður á undan sundmönnunum og tilbúnir í þau störf sem þar bíða þeirra. Sundkrakkarnir okkar munu nýta sér þetta framtak þeirra til að safna áheitum á þessa för. Áheitin munu síðan renna óskipt til sundmannanna til að greiða kostnað þeirra við þátttöku á AMÍ sem er nálægt 20.000 kr. pr. mann. Þeir kappar sem ætla að hjóla norður eru þeir: Haraldur Hreggviðsson, Jón Kr. Magnússon, Júlíus Friðriksson og Klemenz Sæmundsson, einnig mun Ingi þór Einarsson vera með þeim í för í upphafi ferðar. Stjórnir deildanna, þjálfarar og sundmenn eru stolt af þessu framtaki þeirra og óska þeim góðrar ferðar.