Fréttir

Sund | 26. júní 2007

Hjólreiðakapparnir komnir á Akureyri.

Þá er fjórði og síðasti dagur ferðar okkar hjólandi og keyrandi frá Reykjnesarbæ til Akureyrarum garð genginn, og við komnir heilu og höldnu. Eftir góða nótt hjá hjónum á Flugumýri var haldið af stað hjólandi kl. 07:30 til Akureyrar. Farið var upp Norðurárdal á Öxnadalsheiði og niður um Öxnadal og Hörgárdal og inn í Eyjafjörð. Síðan á  bullandi lensi til Akureyrar allt að Sundmiðstöðinni. Þar tók á móti okkur frétta- og blaðamenn til að taka viðtöl ásamt formanni Óðins. Að lokinni þessari ferð villjum við þakka öllum sem aðstoðuðu okkur  við ferðina. Bílaleigunni Geysi, Speedo, Hummel, Sunddeildum Keflavíkur og Njarðvikur, mömmu og pabba hans Halla, ásamt tengdó Ottó og Gullu í Borgarnesi og öllum þeim sem sendu okkur góða strauma og kveðjur. Kveðja frá hjólaköppum sem mættir eru á AMI á Akureyri JónKr., Halli og Júlli.

Til hamingju strákar með frábært framtak :-) Sunddeildirnar og þjálfarar.