Fréttir

Í dag eru 8 vikur í AMÍ
Sund | 30. apríl 2015

Í dag eru 8 vikur í AMÍ

Nýlega voru reglur fyrir afrekshópana rýmkaðar að hluta en sundmenn og foreldrar er minntir á að árangurinn á AMÍ undanfarin fjögur ár náðist ekki af ástæðulausu.  Árangurinn náðist vegna mikillar vinnu og skuldbindingar allra sundmannanna í liðinu.  
 
Elstu sundmennirnir settu sjálfir reglurnar en núna eru aðeins 66% sem í rauninni fylgja þeim. Ég hvet allar fjölskyldur til þess að setjast niður með sundfólkinu sínu og ræða hvað það þýðir að vera hluti af liðsheild. Munu þau gera það sem er rétt og vera skuldbundin liðinu sínu næstu 8 vikurnar?
 
AMÍ er 100% liðskeppni. Hvert stig telur. Hins vegar snúast ÍM50 og ÍM25 mun meira um einstaklingana. AMÍ er ekki þannig. Allir sundmenn sem ná að vera í efstu 6 sætunum skipta mjög miklu máli fyrir árangur liðsins. Leggur þú þitt til liðsins í ár?
 
Alla sundmenn langar til þess að synda hratt á keppnisdegi en þeir sem ekki leggja neitt á sig munu verða fyrir vonbrigðum.
 
Ætlar þú að taka rétta ákvörðun og mæta í laugina?
 
Við vonum það.
 
Munið að agi skiptir máli. Hvatning getur fengið mann til að byrja en það er sjálfsagi sem kemur manni áfram. Lesið þessa grein, það er þess virði: