Fréttir

Sund | 1. nóvember 2006

IM 25

Helgina 17 / 19 nóvember verður IM 25 haldið í Sundmiðstöðinni í Laugardal og að loknu móti verður uppskeruhátíð SSÍ.

Fyrsta uppskeruhátið SSÍ tókst mjög vel og er það ósk stjórnar SSÍ að sem flestir úr sundhreyfingunni taki aftur þátt í þessari skemmtun og eigi góða kvöldstund saman.


Allir eru velkomnir, hvort sem um er að ræða sundfólk, þjálfara, stjórnarmeðlimi félaga og deilda, nefndafólk SSÍ, dómara, foreldra eða aðra velunnara, að taka þátt í að gera hátíðina að glæsilegum viðburði.

Hátíðin verður haldin á Broadway sunnudaginn 19.nóvember 2006 (á eftir ÍM-25).

Í boði verður jólahlaðborð, sem kostar kr. 3.700 pr. einstakling

Félög eru beðin að panta miða eigi síðar en með skráningum sunnudaginn 6.nóvember. Miðana þarf að greiða fyrirfram til SSÍ á reikning 528-26-7327, kt:640269-2359. Aðgöngumiðinn er einnig happdrættismiði. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á sundsamband@sundsamband.is

Húsið opnar kl.19.30 og lýkur skemmtun 24.30.

Tilnefnd verða Sundmaður og Sundkona ársins, þjálfari ársins, dómari arsíns og efnilegasti piltur og stúlka. Hvatningarbikarinn verður einnig afhentur.

Plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn Brynjar Már mun sjá um að spila tónlist eftir að að allir hafa gætt sér að dýrindis jólahlaðborði. Hörður Oddfríðarson mun sjá um veislustjórn og einhver skemmtiatriði gætu slæðst með.