ÍM 25 eftir tvær vikur
Núna þegar 14 dagar eru til ÍM25 ættu sundmenn að taka það rólega um helgar, næla sér í auka svefn og leggja jafnvel enn áherslu á got matarræði. Nú skiptir mestu máli að láta líkamann jafna sig. Mikla erfiðis vinnan er búin.
Foreldrar og sundmenn ættu að kynna sér hvaða mætingarkröfur eru síðustu tvær vikurnar og hvernig æfingatíminn breytist frá mánudegi.
Sundmenn sem keppa á ÍM25 taka +1 viku í næstu viku og í vikunni á eftir eiga þeir að mæta á allar 8 æfingarnar sem eru stuttar.
Sundmenn úr framtíðarhópi mega koma á morgunæfingu í næstu viku á sömu dögum og venjulega kl. 5:45 (mæting 5:30) en í vikunni sem ÍM 25 er eru æfingarnar ekki opnar og ekki heldur á mánudeginum eftir ÍM. Eftir það verða æfingar eins og venjulega.
Gangi ykkur öllum vel þessar síðustu vikur.