ÍM 50 lokadagur og samantekt
Þrír titlar unnust á lokadegi ÍM 50. Baldvin Sigmarsson í 400m fjórsundi, Kristófer Sigurðsson í 200m skriðsundi og Þröstur Bjarnason í 800m skriðsundi. Vel gert sundkappar!
Aðrir sem unnu til verðlauna voru: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir brons í 400m fjórsundi og silfur í 800m skriðsundi, Sunneva Dögg Friðriksdóttir silfur í 200m skriðsundi á nýju ÍRB meti og Karen Mist Arngeirsdóttir brons í 200m bringusundi.
Boðsundsveitirnar okkar voru einnig í verðlaunasætum, kvennasveitin vann til bronsverðlauna, örstutt frá gildandi íslandsmet í stúlknaflokki, Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir. Karlasveitin vann síðan til silfurverðlauna en hana skipuðu, Kristófer Sigurðsson, Þröstur Bjarnason, Baldvin Sigmarsson og Ingi Þór Ólafsson.
Í stuttu máli frábær ÍM 50 2016 hjá ÍRB: Þröstur Bjarnason með þrjá titla, 400, 800 og 1500m skriðsundi og ÍRB met í 1500 og 800,Baldvin Sigmarsson með tvo titla, 200m flugsund og 400m fjórsund, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir einn titil í 1500m skriðsundi, Kristófer Sigurðsson einn titil í 200m skriðsundi og Sunneva Dögg Friðriksdóttir einn titil í 400m skriðsundi með ÍRB met og íslandsmet í stúlknaflokki og örskammt frá íslandsmetinu í opnum flokki. Jafnframt setti blandaða boðsundsveitin í 4 x 50m skriðsundi nýtt ÍRB met. Sunneva Dögg Friðriksdóttir bætti við sig lágmörkum á EMU og Stefanía Sigurþórsdóttir náði lágmörkum á NÆM. Eins og staðan er núna þá eigum við þrjá sundmenn í verkefnum sumarsins en vonumst eftir fleirum, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir á EMU og Stefanía Sigurþórsdóttir á NÆM.