ÍM25 - fyrsti dagur - góð úrslit!
Kristófer Sigurðsson (16 ára) er fyrsti pilturinn í ÍRB til að synda yfir 700 FINA stigum síðan Davíð Hildiberg synti yfir 700 stig. Kristófer vann bronsverðlaun í kvöld í 400m skriðsundi og náði inn í landsliðsverkefni á NMU í Finnlandi og var aðeins 1 sekúndu frá því að ná lágmarkatíma á EM25. Til hamingju Kristófer. Frábært viðhorf, mikil vinna og frábærar mætingar eru að skila sér fyrir Kristófer.
Íris Ósk (14 ára) náði topp árangri af stelpunum í kvöld og fékk 692 FINA stig og náði telpnameti tvisvar í dag. Fyrst í undanrásum og síðan bætti hún metið í úrslitunum. Fyrri methafi var Eygló Ósk sem fór á Olympíuleikana í London 2012 og er án efa einn fremsti sundmaður Íslands. Frábært sund hjá Írisi og hún er í stuði því hún átti líka frábært sund í boðsundinu.
Það voru þó nokkrir verðlaunahafar í kvöld þar sem ungu sundmennirnir okkar sýndu styrk sinn á móti þeim bestu og elstu á Íslandi. Kristófer fékk fyrstu verðlaun kvöldsins, brons í 400m skriðsundi og fékk hæstu FINA stigin af öllum ÍRB sundmönnunum eins og áður er getið. 1000 er heimsmetið og Kristófer synti á yfir 700 stigum. Íris Ósk fékk næstu verðlaun en það var silfur í 200m baksundi og bætti íslenska telpumetið í leiðinni í annað skiptið í dag. Baldvin Sigmarsson, aðeins 15 ára, rétt missti af gullinu í 200m flugsundi. Sá sem vann hann var 17 ára og vann hann með 0,01 sekúndu mun. Þetta var frábær keppni og Baldvin fékk silfrið. Hjá konunum í 200m flugsundi vann Jóhanna Júlía (16 ára) gull og Erla Sigurjónsdóttir var rétt á eftir henni, 0,26 sekúndum, og fékk silfrið. Síðustu verðlaun dagsins voru svo bronsverðlaun Berglindar Björgvinsdóttur (15 ára) í 200m fjórsundi. Það er einfaldlega frábært hve vel okkar ungu sundmönnum gengur.
Telpnasveitin okkar í 4x100m skriðsundi boðsundi rústaði íslenska telpnametinu. Liðið skipuðu Íris Ósk, Birta María, Sunneva Dögg og Laufey Jóna og þær bættu metið um 1,5 sekúndu og syntu allar á sínum besta tíma og sýndu mikið keppnisskap og einbeitni. Þrátt fyrir að þær séu allar aðeins 14 ára nema Sunneva sem er 13 ára urðu þær fjórðu af öllum liðunum á mótinu. Piltaliðið okkar 15-17 ára varð fimmta í fjórsundi boðsundi en liðið skipuðu þeir Alexander Páll, Kristófer Sigurðsson, Baldvin Sigmarsson og Jón Ágúst Guðmundsson.
Sex sundmenn náðu inn í landsliðsverkefni í dag á NMU í Finnlandi. Jón Ágúst tryggði sæti sitt í landsliðsverkefni í morgun í 400m skriðsundi og Íris Ósk náði inn í 200m baksundi. Kristófer náði einnig inn í 400m skriðsundi og strax á eftir fylgdi Birta María í kjölfarið í 400m skriðsundi og 200m flugsundi. Jóhanna Júlía og Erla Sigurjónsdóttir náðu einnig inn í 200m flugsundi. Baldvin Sigmarsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir náðu í raun einnig í landslið með tímunum sínum í 200 flug og 400 skrið en eru enn of ung til að taka þátt í NMU í Finnlandi en þau náðu tímum sem eru fyrir sundmenn sem eru árinu eldri en þau.
Hipp-hopp þema!