Fréttir

Sund | 8. nóvember 2010

ÍM25 11. - 14. nóvember

Dagana 11. - 14. maí fer fram Íslandsmeistaramót í sundi í 25m laug. Þrjátíu öflugir sundmenn sundmenn ÍRB munu synda í Laugardagslaug þessa daga. Þetta mót markar tímamót hjá sundmönnum því segja má að undirbúningur fyrir þetta mót hafi staðið frá upphafi æfinga í ágúst. Við megum eiga von á góðum árangri sem er ánægjulegt svona snemma á sundárinu. Við vonum að sem flestir komi til að fylgjast með sundmótinu og standa við bakið á sundmönnunum okkar. Við hvetjum sérstaklega yngri sundmenn sem stefna hátt að koma og fylgjast með þessu móti og sjá hvernig þetta fer fram. ÍM25 lýkur svo með lokahófi á Grand Hótel þar sem allir sundmenn mæta ásamt þjálfurum og þeim foreldrum áhuga hafa á að koma með. Hægt er að fá miða hjá Sundsambandi Íslands til 10. nóvember.