ÍM25-Annað frábært síðdegi í lauginni!
Telpnasveitin okkar í boðsundi gerði sér lítið fyrir og sló telpnametið í 4x100 m fjórsundi. Glæsilegt hjá þeim Írisi, Laufeyju, Birtu og Sunnevu.
Kristófer sló tóninn fyrir kvöldið og vann brons í 200 skrið, hinir verðlaunahafarnir í greininni syntu báðir á tímum sem áður höfðu tryggt þeim sæti á heimsmeistaramótinu. Hann var rétt frá sínum besta tíma sem hann náði í morgun. Frábært hjá þessum 16 ára strák sem var toppsundmaður okkar í dag.
Jóhanna, 16 ára, vann brons í 100 flug og Erla, 17 ára, varð fjórða og bættu þær báðar tíma sína.
Ólöf, 15 ára, vann silfur í 200 bringu með besta tímanum ársins og Berglind, 15 ára, varð fjórða og bætti tímann sinn umtalsvert og tryggði sér með því sæti í landsliðinu. Svanfríður, 13 ára, var fimmta, aðeins sekúndubrotum frá sínum besta tíma og Karen, 12 ára, var sjötta og bætti aftur tímann sinn glæsilega.
Baldvin, 15 ára, var öruggur með silfrið í 200 bringu, bætti tíma sinn og varð sjöundi í 100 flug á sama tíma og hann náði í morgun.
Birta, 14 ára, synti mjög vel og varð fjórða í 800 skrið og var með topp árangur dagsins af stelpunum í dag, aðeins sekúndubrotum frá sínum besta tíma. Sunneva, 13 ára, var sjötta og bætti sig mikið og Aleksandra, 16 ára, var sjöunda örlítið frá sínum besta tíma.
Íris Ósk var óheppin í 50 bak þar sem hún lenti í vandræðum með padsann og lenti í 4 sæti en þó sést vel á vídeóupptöku að hún var önnur eða þriðja og vel á undan næstu sundmönnum á eftir. Vel gert Íris. Þú nærð þessum tíma í Finnlandi! Alexander varð áttundi í 50 bak og var sekúndubrotum frá besta tíma sínum frá því í morgun. Vel gert!
Strákarnir syntu vel í boðsundinu og voru í sjöunda sæti, rétt frá nýja ÍRB metinu sem þeir náðu í morgun.
Við eigum núna 9 sundmenn sem æfa hér heima sem hafa náð landsliðstímum og eru með aldur til þess að synda með landsliði, 3 í viðbót hafa náð tímunum en eru of ungir.
Þeir 3 sundmenn í viðbót úr afrekshópunum okkar sem hugsanlega geta náð í landsliðsverkefni munu keppa af hörku á morgun og eiga allir möguleika á að ná inn.
Áfram ÍRB!!!!!!