ÍM25 lokið - Íslandsmeistaratitill í höfn
Þá er Íslandsmeistaramótinu í 25m laug lokið. Mótinu lauk seinnipartinn í dag. Glæsilegur dagur þar sem ÍRB fékk sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Jóhanna Júlía vann 200m fjórsund og Jóna Helena lenti í 2. sæti. Gunnar Örn varð þriðji í 200m fjórsundi. Jóhanna Júlía varð þriðja í 100m flugsundi og þriðja í 200m baksundi. Góður dagur þar sem margir voru að standa sig vel og bæta tíma sína verulega.
Innanfélagsmetin sem féllu í dag voru þessi: Baldvin ÍRB drengir í 200 fjór og 100 flug. Jóhanna ÍRB met konur og stúlkur í 200 bak og Keflavíkurmet í 100m flugsundi stúlkur og Jóna Helena bætti ÍRB metið í 400 skrið konur.
Nú hafa FINA stigin verið uppfærð og Jóhanna náði 701 FINA stigi fyrir 200m fjórsundið sitt sem er frábær árangur. Til samanburðar má nefna að ef miðað er við þessi FINA stig eru aðeins tvær aðrar konur innan ÍRB sem myndu ná 700 stigum eða meira frá árinu 2004. Það eru þær Íris Edda Heimssdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir þannig að þetta er því mikið afrek hjá aðeins 15 ára gamalli stúlku.