Fréttir

ÍM25 nálgast óðfluga
Sund | 9. nóvember 2014

ÍM25 nálgast óðfluga

Nú eru aðeins nokkrir dagar í ÍM og við minnum sundmenn og foreldra á að allir sem keppa á mótinu eiga að mæta á allar æfingarnar 8 sem eru stuttar þessa viku. 

Upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu SSÍ 

Búningurinn á mótinu verður nýji dökkblái ÍRB bolurinn og nýju ÍRB stuttbuxurnar. Þetta er sá búningur sem á að nota t.d. í verðlaunaathöfnum og myndatökum af liðinu.  Annan ÍRB fatnað á ekki að nota við þessar athafnir en má nota milli greina.

Sundmenn eiga að vera tilbúnir og komnir í upphitun í lauginni kl. 9 í morgunhlutum og klukkan 15 í úrslitahlutum síðdegis. Þeir sem mæta of seint missa af pace vinnu með þjálfara. 

Liðið okkar er stórt og með einn þjálfara svo það er mikilvægt að sundmenn hjálpi til með því að vera stundvísir og með hugann við það sem þeir bera ábyrgð á.

Gangi ykkur öllum vel í lokaundirbúningnum.