Fréttir

Ingi sundmaður mánaðarins í Keppnishópi
Sund | 4. desember 2012

Ingi sundmaður mánaðarins í Keppnishópi

 

Ingi Þór Ólafsson er sundmaður mánaðarins að þessu sinni í Keppnishópi.
 
1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Ég byrjaði að æfa sund þegar ég var 7 ára en þegar ég var 9 ára tók ég mér pásu í eitt ár og fór að æfa körfubolta. Sem betur fer byrjaði ég aftur í sundinu.
2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
7-8 sundæfingar og 2 þrekæfingar.
3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
Þrek, theraband og dans.
4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Komast í ÍM50.
5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
Bara einbeita mér vel á æfingum og síðan að keppa erlendis. 
6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Það var rosalega skemmtilegt þegar við fórum til Danmerkur.
7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
AMÍ 2012.
8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
200m flug á AMÍ 2012.
9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
200m flug og 1500m skrið.
10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Pabbi minn.
11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Michel Phelps, Ryan Lochte.
12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?
Foreldra minna.
13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?
París.
14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?
Dans og myndbandagerð.
15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?
Hungurleika bækurnar og The Hunger Games.
16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Peanut butter M&M  
17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?
Ekki hugmynd, vonandi eitthvað jákvætt.
18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Barney Stinaon úr How I Met Your Mother