Fréttir

Sund | 22. nóvember 2010

Innanfélagsmót ÍRB 26. - 28. nóvember

Innanfélagsmót ÍRB verður haldið um komandi helgi.  Markmiðið með mótinu er að gefa sundmönnum tækifæri á að bæta Njarðvíkurmet, Keflavíkurmet, ÍRB met og Íslandsmet.  Einnig eiga nokkrir sundmenn eftir að bæta við greinum í Ofurhuga og síðast en ekki síst að bæta sig í einstaka greinum.

Farið verður á Harry Potter að móti loknu á föstudaginn (20:00).  Fáum ekki endanlegt verð fyrr en á fimmtudaginn.

Tímasetningar:

Föstudagur 26. nóvember 25. m. laug         upphitun kl. 16:00  mót kl. 17:00

Laugardagur 27. nóvember 25. m. laug       upphitun kl. 08:00  mót kl. 09:00

Laugardagur 27. nóvember 50. m. laug       upphitun kl. 15:00  mót kl. 16:00

Sunnudagur 28. nóvember 50. m. laug       upphitun kl. 08:00  mót kl. 09:00

Sunnudagur 28. nóvember 50. m. laug       upphitun kl. 15:00  mót kl. 16:00