Fréttir

Sund | 22. júní 2008

ÍRB AMÍ meistarar 5. árið í röð

Þá er stórgóðu Aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi lokið.

Mótið var haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og framkvæmd mótsins tóks mjög vel með samstilltu átaki allra sem að undirbúningu og vinnu komu.
Stemming á mótsstað var mjög góð, skemmtilegt mót, spennandi keppni og miklar framfarir meðal keppenda. Með því að smella hér má sjá skemmtilega frétt um mótið á Stöð 2.
 
ÍRB vann yfirburðasigur í stigakeppni félaga og hlutu 4045,5 stig, Ægir varð í 2. sæti með 3438 stig og SH í 3. sæti með 2192 stig.
 
Alls voru sett tvö Íslandsmet og níu unglingamet.
 
Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni setti Íslandsmet í 400m skriðsundi og synti á 4:17,35 mín. og bætti met sitt frá AMÍ 2007 um 1,28 sek.
Sigrún Brá kórónaði frábæra frammistöðu á mótinu með því að setja Íslandsmet í 200m skriðsundi þegar hún synti á 2:01,55 mín. og bætti eigið met frá því í nóvember 2007 um 3/100 úr sekúndu.

Hrafnhildur Luthersdóttir SH setti tvö glæsileg stúlknamet, þegar hún synti 200m bringusund á 2:31.51 mín. en fyrra met átti Erla Dögg Haraldsóttir, 2:32.90 mín, sem var sett í Vestmannaeyjum 2004. Hrafnhildur synti 100m bringusund á 1:10,51 mín. og bætti eigið met um 38/100 úr sek.

Sindri Þór Jakobsson ÍRB setti piltamet í 100m flugsundi þegar hann synti á 55,79mín. og bætti met Arnar Arnarsonar SH frá því 1998 um 91/100 úr sek.

Boðsundsveitir SH í Hafnarfirði settu 6 unglingamet.

Drengjasveit SH (13-14 ára) tvíbætti drengjametið i 4x50 metra fjórsundi og syntu drengirnir á tímanum 2:03,94mín í undanrásum og bættu það met síðan í úrslitunum seinni partinn og syntu á 2:03,28mín en gamla metið var 2:06,24 sem ÍRB átti frá árinu 2003.
Sveitina skipuðu þeir  Kolbeinn Hrafnkelsson,  Aron Örn Stefánsson, Sigurður Friðrik Kristjánsson og  Njáll Þrastarson.    

Drengjasveit  (13-14ára) SH setti nýtt drengjamet í 4x50 m. skriðsundi þegar þeir syntu á 1:48.49 mín.og bættu met ÍRB frá 2007 um 3,21sekúndu.
Sveitina skipuðu  Njáll Þrastarson, Predrag Milos, Sigurður Friðrik Kristjánsson og Kolbeinn Hrafnkelsson.

Sveit SH tvíbætti stúlknametið (15-17ára) í 4x50m fjórsundi þegar þær syntu á 2:02.47 mín. í undanrásum og bættu met ÍRB (2:04,13mín) frá 2007 um 1,66sek.
Stúlkurnar stórbættu síðan metið í úrslitunum í kvöld, syntu á 2:00,78 mín. og bættu metið um 3,25 sekúndur.
Sömu stúlkur settu  síðasta unglingamet AMÍ mótsins í 4x50m skriðsundi þegar þær syntu á 1:49.25 mín. og bættu met Óðins stúlkna frá því í nóvember 2007 um 2,27 sekúndur.
Það voru þær Hrafnhildur Luthersdóttir, Berglind Friðriksdóttir, Hildur Erla Gísladóttir, Snjólaug Tinna Hansdóttir sem skipuðu þessa vösku sveit Hafnfirðinga.

Afreksverðlaun einstaklinga á AMÍ 2008
Stigahæstu sundmenn mótsins samkvæmt stigatöflu FINA


17 -18 ára   Tvær stigahæstu greinar 15 -16 ára   Tvær stigahæstu greinar
Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni    1671 stig Gunnar Örn Arnarson ÍRB    1373 stig
Sindri Már Jakobsson ÍRB    1487 stig  Inga Elín Cryer ÍA 1449 stig
13 -14 ára   Þrjár stigahæstu greinar 12 ára og yngri 
Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi    2044 stig Jóhanna Júlíusdóttir  ÍRB   1626 stig 
Njáll Þrastarson SH    1620 stig Kristinn Þórarinsson Fjölni    1074 stig


 AMÍ 2008 - Stigakeppni liða - Lokastaðan  

Sæti

Lið Stig
1 ÍRB 4045,5  
2 Ægir 3438  
3 SH 2192
4 Óðinn 2000  
5 KR 1826 
6 ÍA 1231  
7 Fjölnir 995 
8 Breiðablik 435
9 Vestri 391
10 Ármann 224
11 Afturelding 182,5 
12 Selfoss 74
13 UMSB 64 
14 UMFG 59
15 Stjarnan 12