ÍRB AMÍ meistarar 5. árið í röð
Þá er stórgóðu Aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi lokið.
Mótið var haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og framkvæmd mótsins tóks mjög vel með samstilltu átaki allra sem að undirbúningu og vinnu komu.
Stemming á mótsstað var mjög góð, skemmtilegt mót, spennandi keppni og miklar framfarir meðal keppenda. Með því að smella hér má sjá skemmtilega frétt um mótið á Stöð 2.
ÍRB vann yfirburðasigur í stigakeppni félaga og hlutu 4045,5 stig, Ægir varð í 2. sæti með 3438 stig og SH í 3. sæti með 2192 stig.
Alls voru sett tvö Íslandsmet og níu unglingamet.
Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni setti Íslandsmet í 400m skriðsundi og synti á 4:17,35 mín. og bætti met sitt frá AMÍ 2007 um 1,28 sek.
Sigrún Brá kórónaði frábæra frammistöðu á mótinu með því að setja Íslandsmet í 200m skriðsundi þegar hún synti á 2:01,55 mín. og bætti eigið met frá því í nóvember 2007 um 3/100 úr sekúndu.
Hrafnhildur Luthersdóttir SH setti tvö glæsileg stúlknamet, þegar hún synti 200m bringusund á 2:31.51 mín. en fyrra met átti Erla Dögg Haraldsóttir, 2:32.90 mín, sem var sett í Vestmannaeyjum 2004. Hrafnhildur synti 100m bringusund á 1:10,51 mín. og bætti eigið met um 38/100 úr sek.
Sindri Þór Jakobsson ÍRB setti piltamet í 100m flugsundi þegar hann synti á 55,79mín. og bætti met Arnar Arnarsonar SH frá því 1998 um 91/100 úr sek.
Boðsundsveitir SH í Hafnarfirði settu 6 unglingamet.
Drengjasveit SH (13-14 ára) tvíbætti drengjametið i 4x50 metra fjórsundi og syntu drengirnir á tímanum 2:03,94mín í undanrásum og bættu það met síðan í úrslitunum seinni partinn og syntu á 2:03,28mín en gamla metið var 2:06,24 sem ÍRB átti frá árinu 2003.
Sveitina skipuðu þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Aron Örn Stefánsson, Sigurður Friðrik Kristjánsson og Njáll Þrastarson.
Drengjasveit (13-14ára) SH setti nýtt drengjamet í 4x50 m. skriðsundi þegar þeir syntu á 1:48.49 mín.og bættu met ÍRB frá 2007 um 3,21sekúndu.
Sveitina skipuðu Njáll Þrastarson, Predrag Milos, Sigurður Friðrik Kristjánsson og Kolbeinn Hrafnkelsson.
Sveit SH tvíbætti stúlknametið (15-17ára) í 4x50m fjórsundi þegar þær syntu á 2:02.47 mín. í undanrásum og bættu met ÍRB (2:04,13mín) frá 2007 um 1,66sek.
Stúlkurnar stórbættu síðan metið í úrslitunum í kvöld, syntu á 2:00,78 mín. og bættu metið um 3,25 sekúndur.
Sömu stúlkur settu síðasta unglingamet AMÍ mótsins í 4x50m skriðsundi þegar þær syntu á 1:49.25 mín. og bættu met Óðins stúlkna frá því í nóvember 2007 um 2,27 sekúndur.
Það voru þær Hrafnhildur Luthersdóttir, Berglind Friðriksdóttir, Hildur Erla Gísladóttir, Snjólaug Tinna Hansdóttir sem skipuðu þessa vösku sveit Hafnfirðinga.
Afreksverðlaun einstaklinga á AMÍ 2008
Stigahæstu sundmenn mótsins samkvæmt stigatöflu FINA
17 -18 ára Tvær stigahæstu greinar | 15 -16 ára Tvær stigahæstu greinar |
Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni 1671 stig | Gunnar Örn Arnarson ÍRB 1373 stig |
Sindri Már Jakobsson ÍRB 1487 stig | Inga Elín Cryer ÍA 1449 stig |
13 -14 ára Þrjár stigahæstu greinar | 12 ára og yngri |
Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi 2044 stig | Jóhanna Júlíusdóttir ÍRB 1626 stig |
Njáll Þrastarson SH 1620 stig | Kristinn Þórarinsson Fjölni 1074 stig |
AMÍ 2008 - Stigakeppni liða - Lokastaðan
Sæti |
Lið | Stig |
1 | ÍRB | 4045,5 |
2 | Ægir | 3438 |
3 | SH | 2192 |
4 | Óðinn | 2000 |
5 | KR | 1826 |
6 | ÍA | 1231 |
7 | Fjölnir | 995 |
8 | Breiðablik | 435 |
9 | Vestri | 391 |
10 | Ármann | 224 |
11 | Afturelding | 182,5 |
12 | Selfoss | 74 |
13 | UMSB | 64 |
14 | UMFG | 59 |
15 | Stjarnan | 12 |