ÍRB eru AMÍ meistarar 2012
ÍRB vann sannfærandi sigur á AMÍ með 1749 stigum. Annað sætið fékk 959 stig og þriðja 829 stig. Við bættum okkur mikið frá því í fyrra en þá sigruðum við AMÍ með 1393 stigum og liðið í öðru sæti var aðeins 60 stigum á eftir okkur.
Þetta skrifast algjörlega á linnulausa vinnur þjálfaranna okkar, foreldra og síðast en ekki síst sundmannanna. Við áttum okkar besta Íslandsmót þegar kemur að bætingum þar sem 85% sundmanna voru að bæta tímana sína. Þetta er algjörlega frábær árangur þar sem í liðinu eru 52 sundmenn úr Afreks-, Framtíðar- og Eldri hópi. Allir sundmenn náðu að bæta a.m.k. einn tíma á þessu móti flestir miklu fleiri og sumir alla.
Við bjuggumst við í upphafi móts, þegar mið var tekið af keppendalista, að vinna og fá um 1.400 stig og vera 1-200 stigum á undan næsta liði. En vegna þessara miklu bætinga sundamannanna okkar sáum við liðið blómstra og unnum með u.þ.b. 800 stiga mun!!!!
Þrátt fyrir þennan flotta sigur þá voru sterkir sundmenn úr öðrum sundfélögum að veita okkur harða keppni í flestum greinum og við unnum t.d. aðeins 70% af boðsundunum. Þarna er klárlega tækifærið til að bæta okkur ;)
Þá óskum við sérstaklega Íris Ósk Hilmarsdóttur og Eydísi Ósk Kolbeinsdóttur til hamingju með þær viðurkenningar sem þær hlutu sem stigahæstu sundmenn í sínum flokki og Birtu Maríu Falsdóttur með Ólafsbikarinn. Við munum ekki nefna Aldursflokkameistar hér núna þar sem það yrði of langt mál. Og hvað þá að telja upp alla sem fengu verðlaun, það tæki alla nóttina!
Næsta tímabil er spennandi hjá ÍRB. Við munum kynna breytingar hjá afrekssundmönnum og þeim sem vilja synda sér til ánægju. Þetta mun leiða til þess að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi innan ÍRB og við munum sjá enn betri árangur í framtíðinni. Við búum í bæ sem telur 12.000 íbúa. Við erum ekki með háskóla á svæðinu og getum því ekki státað af því að hafa elstu og reyndustu sundmennina hjá okkur. En við getum státað okkur af því að vera með besta og öflugasta aldursflokkafélagið á landinu, það er alveg augljóst!
Til hamingju lið!