Fréttir

Sund | 28. júní 2010

ÍRB í öðru sæti á AMÍ 2010

Lið ÍRB hafnaði í öðru sæti á Aldursflokkameistarmóti Íslands, en mótið fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Alls vann liðið 17 einstaklingstitla og 6 titla í boðsundum. Í lok móts þá voru þeir sundmenn sem bestum árangri náðu í hverjum aldursflokki verðlaunaðir og þar bar Ólöf Edda Eðvarðsdóttir  sigur úr býtum í flokki telpna 13 - 14 ára, en hún sigraði jafnframt í þremur greinum á mótinu. Flesta íslandsmeistaratitla einstaklinga hjá ÍRB vann Jóhanna Júlía Júlíusdóttir en hún vann alls fimm greinar. Lið ÍRB var jafnframt valið prúðasta liðið á mótinu og hlaut að launum stærðar nammiskál sem féll í góðan jarðveg hjá þreyttum sundmönnum. Í heildina var mótið afar jákvætt fyrir okkar fólk, nánast allir að bæta sína bestu tíma verulega  og stemmingin, metnaðurinn og gleðin til fyrirmyndar. Fimm  innanfélagsmet féllu á mótinu, en þar voru að verki, Íris Dögg Ingvadóttir í 100m baksundi í telpnaflokki, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í 100m og 200m baksundi í telpnaflokki og Sveinn Ólafur Lúðvíksson í 100m og 400m skriðsundi í drengjaflokki.

Telpnasveit ÍRB setti nýtt íslandsmet telpna í 4 x 100m fjórsundi, en sveitina skipuðu þær: Íris Dögg Ingvadóttir,Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir.

Telpnasveit ÍRB á Lokahófi SSÍ, frá vinstri: Hólmfríður Rún, Jóhanna Júlía, Ólöf Edda og Íris Dögg.

Þeir sem unnu til íslandsmeistaratitla voru.

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir: 100m flugsund, 200m flugsund, 100m baksund, 200m baksund og 200m fjórsund.

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir: 100m bringususnd, 200m bringusund og 400m fjórsund.

Birta María Falsdóttir: 100m flugsund, 200m flugsund og 400m fjórsund.

Lilja Ingimarsdóttir: 100m bringusund og 200m bringusund.

Soffía Klemenzdóttir: 200m baksund og 200m flugsund.

Einar Þór Ívarsson: 1500m skriðsund.

Íris Ósk Hilmarsdóttir: 100m baksund.

4 x 100 fjórsund telpna: Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir.

4 x 100 mskriðsund telpna: Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir, Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir.

4 x 50 mskriðsund telpna: Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir, Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir.

4 x 100m skrið drengja: Sveinn Ólafur Lúðvíksson, Stefán,Örn Ólafsson, Þröstur Bjarnason og Einar Þór Ívarsson.

4 x 50m skrið drengja: Sveinn Ólafur Lúðvíksson, Stefán,Örn Ólafsson, Þröstur Bjarnason og Einar Þór Ívarsson.

4 x 100m fjórsund drengja: Einar Þór Ívarsson, Stefán Örn Ólafsson, Baldvin Sigmarsson og Sveinn Ólafur Lúðvíksson.

Alls 13 einstaklingar

Fyrirliðar ÍRB á AMÍ 2010 á Lokahófi SSÍ með silfurverðlaunin.

Fyrirliðarnir, frá vinstri: Diljá Heimisdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir.

Þegar rýnt er í úrslit helgarinnar þá sjáum við að framtíðin er björt, AMÍ 2011 verður á Akureyri á næsta ári og þar ætlum við að endurheimta 1. sætið.

Til hamingju með flotta helgi sundmenn :-) Áfram ÍRB

Stjórn og þjálfara.