Fréttir

Sund | 16. júní 2007

ÍRB í öðru sæti á Bikarmóti SSÍ

Nú er skemmtilegri Bikarkeppni Íslands í sundi lokið.  Sigurvegari I. deildar er Sundfélagið Ægir með 33.576 stig og er þetta fjórða árið í röð sem að Ægir vinnur  bikarinn. Í öðru sæti er Íþróttabandalag Reykjanesbæjar með 30.729 stig og í þriðja Sundfélag Hafnarfjarðar með 28.227 stig. Röð liðanna í fyrstu deild hefur að mestu haldist óbreytt og var Sundfélagið Ægir með forystu allt mótið.

Í annarri deildinni var sunddeild Fjölnis sigurvegari með 20.217 stig. Dvöl þeirra í annarri deildinni var stutt því einungis voru þau þar í eitt sundtímabil. Fast á hælum Fjölnis var sunddeild Breiðabliks með 18.074 stig  og í þriðja sætir lenti B – sveit Sundfélags Hafnarfjarðar. Mikil keppni ríkti á milli þessara þriggja liða og skiptust þau á þrem efstu sætunum á meðan á keppni stóð.

Einnig voru veittir bikarar fyrir stigahæsta kvennalið og karlalið keppninnar í hverri deild. Sundfélagið Ægir hreppti báða bikarana í fyrstu deildinni og Sunddeild Fjölnis báða í annarri deildinni.

Í lokagreinum kvöldsins setti Karlasveit Ægis nýtt Íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi á tímanum 3:34,36 sek sem eru tæplega 0,3 sek hraðar en ársgamla metið sem þeir áttu.  Í sveitinni voru Árni Már Árnason, Jón Símon Gíslason, Baldur Snær Jónsson og Jakob Jóhann Sveinsson. Sömu sundmennirnir settu Íslandsmet á föstudagskvöldinu í 4x100m metra fjórsundi þar sem þeir bættu þriggja mánaða gamalt met ÍRB um 1,3 sekj og syntu á tímanum 3:58,47

Kvennasveit Ægis setti einnig nýtt glæsilegt Íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi á tímanum 4:02.26 sek.  Þær bættu einnig sitt eigið ársgamlamet um um 0,4 sek. Sveitina skipaði  Auður Sif Jónsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ásbjörg Gústafsdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir.

Í heildina voru því sett 3 Íslandsmet

2 meyjamet voru sett á mótinu
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, synti 100 metra baksund á 1:13,03 sek og bætti sitt eigið með um rúma sekúndu.
Skagamærin Salóme Jónsdóttir stórbætti eigið meyjamet í 200 metra flugsundi um hálfa fjórðu sekúndu er hún synti  á tímanum 2:46,32.

Stigastaðan í lok Bikarkeppni Íslands
I. deild  
Sundfélagið Ægir    33.576
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar  30.729
Sundfélag Hafnarfjarðar    28.227
Sunddeild KR     27.233
Sundfélagið Akranes    25.319
Sundfélagið Óðinn    25.250 
Sunddeild Ármann    18.651


II.deild
Sunddeild Fjölnis    20.217
Sunddeild Breiðabliks    18.074
B – sveit Sundfélags Hafnarfjarðar  18.041
UMF Þróttur Vogum      8.063
Grindavík       6.969 
Sunddeild Stjörnunar      5.079

 

Myndir frá Bikarkeppninni eru á myndasíðunni!