Fréttir

ÍRB keppir á Bikar sem hefst á morgun
Sund | 28. nóvember 2013

ÍRB keppir á Bikar sem hefst á morgun

Á morgun fara 36 sundmenn ÍRB til Reykjavíkur til þess að keppa um helgina í fyrstu bikarkeppni SSÍ síðan í mars 2011. Þá lentu stelpurnar í öðru sæti og strákarnir í því fimmta liðin vonast til þess að lenda ofar að þessu sinni.

Þetta mót er með allt öðru sniði en sundmenn eiga að venjast þar sem ekki er keppt á einstaklingsgrundvelli heldur keppa liðin sín á milli í stigakeppni. Allir þurfa að standa sig vel og sundmennirnir bera ábyrgð á því að gera sitt allra besta fyrir liðið.

Í ár sendir ÍRB tvö stelpulið í keppnina, eitt í 1.deild og annað í 2. deild. Strákaliðið keppir í 1. deild.

Upplýsingar um mótið má finna hér: http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundithrottamot/innlend/bikar/ og úrslit birtast á meet mobile.

 

Sundliðið gistir á gistiheimili við laugina frá föstudegi til laugardags.

Sundmenn sem keppa í 2. deild mæta á gistiheimilið milli 14:00 og 14:30.

Sundmenn sem keppa í 1. Deild mæta á gistiheimilið milli 16:30 og 17:00.

 

Sundmenn þurfa að hafa með sér: Sængur og koddar á staðnum en það þarf að koma með lak og sængurver. Einnig má koma með svefnpoka. Þeir sem vilja koma með sínar eigin sængur með veri. Alltaf að muna eftir að koma með lak.

Strax eftir lok mótsins síðdegis á laugardag fer liðið saman á Pizza Hut í Smáralind til þess að gleðjast saman og þá verða úrslit úr keppni kynjanna sem fram fer milli sundmanna ÍRB um helgina kynnt. Allir foreldrar sem eru með netföng skráð hjá okkur í NORI hafa fengið póst með upplýsingum um þetta. Ef einhver fékk ekki tölvupóstinn eru þeir beðnir um að hafa samband við Lilju (g.lilja@simnet.is eða  S: 897 3450).

 

Skemmtileg og spennandi helgi framundan!

Áfram ÍRB