Fréttir

ÍRB með flest verðlaun á ÍM25
Sund | 26. nóvember 2013

ÍRB með flest verðlaun á ÍM25

Það sást vel um síðustu helgi hve mikið ÍRB hefur vaxið á síðastliðnu ári. Þennan góða árangur má þakka margra ára góðri vinnu. Íslandsmeistaramótið var haldið í Ásvallalaug og stóð það í þrjá daga. Lið ÍRB var skipað 30 sundmönnum og var það fjölmennasta liðið á mótinu. Undanrásir voru syntar á morgnanna og úrslit síðdegis. ÍRB þrefaldaði fjölda verðlauna síðan 2012 en okkar sundfólk vann samtals 41 verðlaun núna um helgina og vann ÍRB flest verðlaun bæði í karla og kvennaflokki. Við áttum næstflesta Íslandsmeistara karla og vorum í þriðja sæti í fjölda Íslandsmeistara kvenna, þetta er mjög góður árangur hjá okkar unga liði en sundmenn okkar á mótinu voru 11-18 ára. Í heildina vorum við með 31% allra verðlauna sem veitt voru á mótinu.

 

10 sundmenn náðu í landsliðsverkefni. Ólöf, Kristófer, Baldvin, Þröstur, Erla, Sunneva, Birta, Íris, Sylwia og Svanfríður náðu öll á Norðurlandameistaramót Unglinga (NMU) sem er í Færeyjum í næstu viku og eru þau um helmingur liðsins sem fer þangað. Íris og Kristófer náðu bæði lágmörkum á Evrópumeistaramótið en þau munu einbeita sér að NMU þar sem þau fá tækifæri til þess að keppa í fleiri greinum, ná í úrslit og keppast við að ná verðlaunasæti.

 

Kristófer náði flestum FINA stigum af öllum ÍRB sundmönnum á ÍM en hann var með 743 FINA stig í 400 skrið þar sem hann varð Íslandsmeistari. Þess má geta að Kristófer var með þriðju hæstu FINA stigin á mótinu á eftir ólymíufaranum Jakobi Jóhanni Sveinssyni (Ægi) og Kristni Þórarinssyni (Fjölni). Kristófer varð líka Íslandsmeistari í 200 skrið. Sunneva Dögg var með flest FINA stig meðal ÍRB kvenna eða 718 stig í 1500 skrið þar sem hún var Íslandsmeistari og sló Íslandsmet í aldursflokki 13-14 ára. Hún kom á eftir Eygló Ósk Gústafsdóttur (Ægi), Ingu Elínu Cryer (Ægi) og Karen Sif Vilhjálmsdóttur (SH) í fjölda FINA stiga.  Íris Ósk Hilmarsdóttir var með næst flest FINA stig ÍRB kvenna með 714 stig í 200 m baksundi og hún náði Íslandsmeistaratitli í 400 m fjórsundi. Baldvin Sigmarsson var Íslandsmeistari í 400 fjór þar sem hann var mjög nálægt Íslandsmetinu í flokki 15-17 ára.

 

4 Íslandsmet í aldursflokkum voru sett á mótinu af sundmönnum ÍRB. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Svanfríður Steingrímsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Friðriksdóttir bættu Íslandsmetið í flokki 13-14 ára í 4x100 fjór um 2 sek en metið átti ÍRB síðan árið 2010. Stefanía Sigurþórsdóttir, Aníka Mjöll Júlíusdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannaesdóttir og Klaudia Malesa bættu þrjú Íslandsmet í flokki 11-12 ára. Í 4x100 skrið og 4x200 skrið sem var met síðan 2005 og 4x100 fjór sem var síðan 2012-allt met sem ÍRB átti fyrir. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá þær bæta 4x200 skrið um meira en 20 sekúndur.

 

Mörg ÍRB, Keflavíkur og Njarðvíkurmet voru slegin og má sjá þau hér fyrir neðan. Baldvin Sigmarsson og Íris Ósk Hilmarsdóttir náðu meira að segja að bæta met sem voru eldri en síðan 2004 t.d. náði Íris að bæta met sem ólympíufarinn Eydís Konráðsdóttir átti síðan 1996 í 50 m baksundi

 

Það gerðist tvisvar að ÍRB átti alla þrjá verðlaunahafana á pallinum en það var í 400 m fjórsundi kvenna og karla en þess má geta að 400 m fjórsund er talin ein af erfiðari sundgreinunum. Hjá körlunum voru það Baldvin Sigmarsson sem vann gullið, Kristófer Sigurðsson sem vann silfrið og Þröstur Bjarnason bronsið. Hjá konunum voru það Íris Ósk Hilmarsdóttir sem vann gullið, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir sem vann silfrið og Sylwia Sienkiewicz sem vann brons.

 

ÍRB vann brons í öllum 8 boðsundunum en í fyrra unnum við engin verðlaun í boðsundi. Kristófer Sigurðsson, Þröstur Bjarnason, Baldvin Sigmarsson og Jón Ágúst Guðmundsson unnu þrisvar í karlaflokki. Erla Sigurjónsdóttir, Íris Ósk Hilmarsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Birta María Falsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Berglind Björgvinsdóttir unnu þrisvar í kvennaflokki og þær þrjár sem taldar voru fyrst upp voru í öllum boðsundunum. Erla Sigurjónsdóttir, Íris Ósk Hilmarsdóttir og Kristófer Sigurðsson ásamt Baldvini Sigmarsyni og Þresti Bjarnasyni unnu tvö blönduð boðsund en keppt var í þeim í fyrsta sinn núna á ÍM og var keppnin spennandi og skemmtilegt að fylgjast með sundinu.

 

Til verðlauna unnu:

 

Kristófer Sigurðsson – Gull í 200 skrið og 400 skrið, silfur í  200 bak og 400 fjór, brons í 100 skrið og 100 fjór

Íris Ósk Hilmarsdóttir – Gull í 400 fjór, silfur í 200 skrið, 50 bak, 100 bak, 200 bak, 200 fjór og brons í 100 fjór

Baldvin Sigmarsson - Gold í 400 fjór, silfur í 200 flug og 200 fjór og brons í 100 Back og 200 bringu

Sunneva Dögg Friðríksdóttir - Gold in the 1500 skrið og silfur í 400 skrið

Erla Sigurjónsdóttir - Silfur í 100 og 200 flug

Þröstur Bjarnason – Silfur í 800 skrið og brons í 1500 skrið, 200 flug og 400 fjór

Svanfriður Steingrímsdóttir – Silfur í  200 bringu

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir – Silfur í 400 fjór

Karen Mist Arngeirsdóttir – Brons í 100 og 200 bringu

Sylwia Sienkiewicz – Brons í  200 Fly og 400 IM

Birta María Falsdóttir – Brons í 1500 skrið

 

Sundmenn nældu sér í mikla reynslu á mótinu og margir áttu mjög góð sund þó þau séu ekki talin hér upp. Flottar bætingar og markmið sem náðust eru líka mikilvægur árangur til dæmis náðu margir að bæta við lágmörkum á Euro Meet í Luxemburg sem ÍRB fer á með um 24 sundmenn í febrúar.

 

Liðið átti saman góða stund á lokahófi SSÍ í lok síðasta dags. Hófið var stytt að þessu sinni og á eftir að veita sumar viðurkenningar sem venjulega hafa verið veittar á þessu kvöldi. Sundmönnum og starfsmönnum voru þökkuð störf sín í þágu SSÍ og borinn var fram góður matur sem við nutum í góðum félagsskap.

 

Ekki má gleyma að þakka öllum þeim sem áttu sinn þátt í helginni og undirbúningi liðsins fyrir mótið. Sérstaklega viljum við þakka stuðningsfólkinu okkar, Inga Gunnari (þrekþjálfara) Þórunni (jógakennara), Cörlu (nuddara) og Fal (sjúkraþjálfara). Einnig fararstjórunum þeim Magneu, Baldri og Elvari og öllum sem hjálpuðu þeim líka Edda fyrir sína frábæru vinnu í þjálfun og mótun ungra sundmanna og öllum sínum stuðningi sem hann hefur veitt liðinu og svo stjórnarfólki og dómurum sem leggja mikið á sig í vinnu fyrir liðið.

 

Æfingar eru hafnar að nýju en nú stendur yfir undirbúningur fyrir Bikarmót SSÍ sem fer fram un næstu helgi. ÍRB er með A lið í 1. deild kvenna og karla og hefur sótt um að fá að senda B lið í 2. deild.  Miðað við úrslit síðustu helgi á ÍRB eftir að ganga vel.

 

Til hamingju öll og gangi ykkur vel!

 

Áfram ÍRB!

Smellið hér til þess að skoða úrslit.

Met sett á ÍM25

 

Kristófer Sigurðsson                  200 Skrið (25m)                  Karlar-ÍRB

Kristófer Sigurðsson                  200 Skrið (25m)                  Karlar-Keflavík

Kristófer Sigurðsson                  200 Skrið (25m)                  Karlar-Keflavík

Þröstur Bjarnason                      800 Skrið (25m)                  Karlar-Keflavík

Þröstur Bjarnason                      1500 Skrið (25m)                Karlar-ÍRB

Þröstur Bjarnason                      1500 Skrið (25m)                Karlar-Keflavík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir      200 Skrið (25m)                  Konur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir      400 Skrið (25m)                  Konur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðríksdóttir      400 Skrið (25m)                  Konur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir      800 Skrið (25m)                  Konur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðríksdóttir      800 Skrið (25m)                  Konur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir      1500 Skrið (25m)                 Konur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðríksdóttir       1500 Skrið (25m)                Konur-Njarðvík

Birta María Falsdóttir                 1500 Skrið (25m)                Konur-Keflavík

Íris Ósk Hilmarsdóttir                50 Bak (25m)                      Konur-ÍRB

Íris Ósk Hilmarsdóttir                50 Bak (25m)                      Konur-Keflavík

Íris Ósk Hilmarsdóttir                100 Bak (25m)                    Konur-ÍRB

Íris Ósk Hilmarsdóttir                100 Bak (25m)                    Konur-Keflavík

Þröstur Bjarnason                     800 Skrið (25m)                  Piltar-ÍRB

Þröstur Bjarnason                     800 Skrið (25m)                  Piltar-Keflavík

Þröstur Bjarnason                     1500 Skrið (25m)                Piltar-ÍRB

Þröstur Bjarnason                     1500 Skrið (25m)                Piltar-Keflavík

Baldvin Sigmarsson                  200 Flug (25m)                    Piltar-Keflavík

Baldvin Sigmarsson                  400 Fjór (25m)                    Piltar-Keflavík

Íris Ósk Hilmarsdóttir               200 Skrið (25m)                  Stúlkur-ÍRB

Íris Ósk Hilmarsdóttir               200 Skrið (25m)                  Stúlkur-Keflavík

Birta María Falsdóttir               1500 Skrið (25m)                 Stúlkur-ÍRB

Birta María Falsdóttir               1500 Skrið (25m)                 Stúlkur-Keflavík

Guðrún Eir Jónsdóttir              1500 Skrið (25m)                 Stúlkur-Njarðvík

Íris Ósk Hilmarsdóttir              50 Bak (25m)                       Stúlkur-ÍRB

Íris Ósk Hilmarsdóttir              50 Bak (25m)                       Stúlkur-Keflavík

Íris Ósk Hilmarsdóttir              100 Bak (25m)                     Stúlkur-ÍRB

Íris Ósk Hilmarsdóttir              100 Bak (25m)                     Stúlkur-Keflavík

Íris Ósk Hilmarsdóttir              200 Bak (25m)                     Stúlkur-ÍRB

Íris Ósk Hilmarsdóttir              200 Bak (25m)                     Stúlkur-Keflavík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    100 Skrið (25m)                  Telpur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    200 Skrið (25m)                  Telpur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    200 Skrið (25m)                  Telpur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    400 Skrið (25m)                  Telpur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    400 Skrið (25m)                  Telpur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    800 Skrið (25m)                  Telpur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    800 Skrið (25m)                  Telpur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    1500 Skrið (25m)                Telpur-Íslands

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    1500 Skrið (25m)                Telpur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðríksdóttir    1500 Skrið (25m)               Telpur-Njarðvík

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir         100 Bak (25m)                    Telpur-Njarðvík

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir         200 Bak (25m)                   Telpur-Njarðvík

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir         400 Fjór (25m)                  Telpur-Njarðvík

Stefanía Sigurþórsdóttir          400 Skrið (25m)                Meyjar-ÍRB

Stefanía Sigurþórsdóttir          400 Skrið (25m)                Meyjar-Keflavík

Stefanía Sigurþórsdóttir          400 Fjór (25m)                  Meyjar-ÍRB

Stefanía Sigurþórsdóttir          400 Fjór (25m)                  Meyjar-Keflavík

 

Sunneva Dögg Friðríksdóttir                  4 x 200 Skrið (25m) Konur-ÍRB

Aleksandra Wasilewska

Birta María Falsdóttir

Íris Ósk Hilmarsdóttir

 

Sunneva Dögg Friðríksdóttir                  4 x 200 Skrið (25m) Stúlkur-ÍRB

Aleksandra Wasilewska

Birta María Falsdóttir

Íris Ósk Hilmarsdóttir

 

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir                  4 x 100 Fjór (25m)                  Telpur-Íslands

Svanfriður Steingrímsdóttir

Sylwia Sienkiewicz

Sunneva Dögg Friðríksdóttir

 

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir                  4 x 100 Fjór (25m)                  Telpur-ÍRB

Svanfriður Steingrímsdóttir

Sylwia Sienkiewicz

Sunneva Dögg Friðríksdóttir

 

Stefanía Sigurþórsdóttir                  4 x 100 Skrið (25m)                  Meyjar-Íslands

Aníka Mjöll Júlíusdóttir                 

Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir

Klaudia Malesa

 

Stefanía Sigurþórsdóttir                  4 x 100 Skrið (25m)                  Meyjar-ÍRB

Aníka Mjöll Júlíusdóttir

Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir                 

Klaudia Malesa

 

Stefanía Sigurþórsdóttir                  4 x 200 Skrið (25m)                  Meyjar-Íslands

Aníka Mjöll Júlíusdóttir                 

Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir

Klaudia Malesa

 

Stefanía Sigurþórsdóttir                  4 x 200 Skrið (25m)                  Meyjar-ÍRB

Aníka Mjöll Júlíusdóttir

Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir                 

Klaudia Malesa

 

Aníka Mjöll Júlíusdóttir                   4 x 100 Fjór (25m)                  Meyjar-Íslands

Stefanía Sigurþórsdóttir                 

Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir                 

Klaudia Malesa

 

Aníka Mjöll Júlíusdóttir                   4 x 100 Fjór (25m)                 Meyjar-ÍRB

Stefanía Sigurþórsdóttir                 

Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir                 

Klaudia Malesa