Fréttir

ÍRB sterkt í öllum aldursflokkum á Ármannsmóti
Sund | 1. apríl 2014

ÍRB sterkt í öllum aldursflokkum á Ármannsmóti

Eitt er víst, ÍRB skapar góða sundmenn í öllum aldursflokkum. Þetta er árangur mikillar vinnu stjórnar, þjálfara, sundmanna og fjölskyldna þeirra. Árangur eins og þessi verður ekki til á einni nóttu.

Á þessu móti voru það aðallega sundmenn 12 ára og yngri sem tóku þátt frá ÍRB, þó tóku sumir af eldri sundmönnunum sem eru í undirbúningi fyrir ÍM50 þátt í einum hluta. Jafnvel þó flestir elstu sundmennirnir hafi ekki verið á mótinu unnu sundmenn okkar samtals 77 verðlaun eða 39 gull, 19 silfur og 19 brons í öllum aldursflokkum og sundgreinum. Þetta voru fleiri gull heldur en næstu þrjú félög á eftir samanlagt. Svo það er greinilega frábær vinna í gangi hjá okkur.

Sundmenn náðu nýjum lágmörkum á ÍM50 og á AMÍ sem senn líður að en allir sundmenn 8 ára og eldri ættu að stefna á það mót. Það getur verið spennandi fyrir þau yngstu að sjá tímana og fylgjast með hvernig þau nálgast lágmörkin á hverju ári þar til þau ná þeim á endanum. Mikil eftirvænting fylgir því að reyna við þessi lágmörk. Það er gott að venjast því að setja sér markmið og vinna að því að ná þeim. Ungir sundmenn ELSKA að ná lágmörkum á sundmót. Kynnið þetta fyrir þeim strax í dag! Þið eigið eftir að sjá fljótt hve áhuginn eykst mikið við það.

Um helgina voru sett fjögur ný met, það voru þau Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Fannar Snævar Hauksson sem það gerðu. Bæði náðu þau að slá met sem voru merkt rauð á afrekaskránni en það þíðir að þau eru síðan 2004 eða fyrr! VÁ! Frábært bæði tvö!

Það voru mörg hundruð bestu tímar og fystu sund á æfinni og það er alveg frábært. Það ætti að fagna hverjum besta tíma sem næst vegna þess að bæting þýðir að það hefur verið lögð vinna og alúð í að æfa sig.

Haldið svona áfram!

Úrslit-boðsund
Úrslit-einstaklingar

Ný met:

Sunneva Dögg Friðríksdóttir              200 Skrið (25m)             Konur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðríksdóttir              200 Skrið (25m)             Stúlkur-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson                  50 Bak (50m)                  Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson                  200 Bak (50m)                Hnokkar-Njarðvík