Fréttir

ÍRB vann stigakeppnina á Akranesleikunum
Sund | 2. júní 2013

ÍRB vann stigakeppnina á Akranesleikunum

Hraustu sundkrakkarnir í ÍRB létu kulda og vind ekki aftra sér og áttu árangursríka helgi á Akranesleikunum þar sem liðið vann stigakeppnina. Stór hópur sundmanna, yfir 60 krakkar fóru upp á Akranes með rútu ásamt Steindóri og Hjördísi þjálfurum og fullt af foreldrum sem hjálpuðu til yfir helgina. Krakkarnir voru á aldrinum 6-15 ára og stóðu þau sig vel í öllum aldursflokkum og greinum. Einhverjir krakkar náðu viðmiðum í nýja hópa og sumir náðu lágmörkum á AMÍ og UMÍ sem eru síðar í mánuðinum. Hegðun krakkanna var alveg til fyrirmyndar og voru þau félaginu sínu til sóma, við getum verið stolt af þeim öllum. Við viljum óska þeim sem eru að fara í frí núna góðs sumars og við hlökkum til að sjá ykkur hress í haust. Þið sem náðuð í nýja hópa megið halda áfram að æfa ef nýi hópurinn æfir fram að AMÍ, þið fáið tilkynningu um þetta á næstu dögum. Við þökkum þeim foreldrum og þjálfurum sem aðstoðuðu um helgina og við skipulagningu hennar kærlega fyrir að gera þetta að svona góðri helgi.

Úrslit mótsins