Íris Ósk Norðurlandameistari Unglinga í annað sinn
Að lokinni þriggja vikna stórmótatörn héldu 17 íslenskir krakkar, þar af 8 frá ÍRB á Norðurlandameistaramót Unglinga í Færeyjum.
Íris Ósk varði titil sinn sem Norðurlandameistari Unglinga í 200 m baksundi (712 FINA stig) og kom heim með eina gull íslenska hópsins. Gullið kom á síðasta degi mótsins sem ekki gekk alveg snuðrulaust fyrir sig hjá Íslendingunum en þó nokkrar ógildingar af ýmsum ástæðum setti strik í reikninginn hjá liðinu. Það sást á mótinu að íslenska liðið var þreytt en það var ánægjulegt að sjá að þau lögðu sig öll fram við að komast í úrslit og jafnvel vinna til verðlauna.
Kristófer Sigurðsson vann silfur í 400 m skriðsundi með 703 FINA stig og brons í boðsundi karla 4x200 m skriðsundi þar sem hann átti besta tímann.
Sunneva Dögg vann brons í 800 m skriðsundi.
Þrír Íslendingar úr öðrum liðum hlutu bronsverðlaun.
Efst af þeim sem ekki unnu til verðlauna af ÍRB sundfólki voru:
Birta María fjórða í 800 m skriðsundi
Baldvin fjórði í 200 m flugsundi
Erla fjórða í 200 m flugsundi
Svanfriður fimmta í 200 m bringusundi
Þröstur sjötti í 1500 m skriðsundi með 701 FINA stig og var hann þriðji ÍRB sundmaðurinn að ná yfir 700 FINA stig á mótinu en þau þrjú voru einu Íslendingarnir sem náðu yfir 700 FINA stig.
Til hamingju sundmenn með góðan árangur og frábæra reynslu.
Úrslit er að finna hér: http://www.keflavik.is/sund/keppni/urslit-sundmanna-irb/