Íris setti nýtt ÍRB telpnamet í 50m baksundi á NMU
Íris sýndi það í morgun hvernig á rísa upp og synda þrátt fyrir óheppni í gær. Hún bætti sitt eigið ÍRB telpnamet í 50m baksundi um 0,34 sek og synti á 30,44 sek. Hún er nú aðeins 0,07 sek frá opna ÍRB metinu sem Eydís Konráðsdóttir á og aðeins 0,04 frá íslenska telpnametinu sem Eygló Ósk Gústafsdóttir á. Íris keppir í úrslitunum í kvöld.
Ólöf átti frábært sund í í morgun og fylgdi eftir keppnisplaninu sínu í 400m fjórsundi og synti á 5:05. Hún fer fyrst inn í úrslitin í kvöld og syndir því á bestu brautinni, braut 4. Við óskum henni góðs gengis.
Berglind náði aftur besta tíma í 50m bringu. Rétt rúmlega 36 sekúndur og við vonum að hún fari á 35 í kvöld í úrslitunum. Hún keppir líka í kvöld í boðsundi 4x200m.
Erla synti líka á sínum besta tíma og var að bæta tímann sinn í þriðja skiptið í þessum mánuði. Hún synti á 1:05,88 og keppir líka í kvöld í úrslitunum og mun þá reyna við markmið sitt. Gerðu þitt besta Erla!
Birta synti 100m skriðsund í morgun sem aukasund á milli hennar aðalsundgreina en gerði alveg frábæra hluti og náði að bæta tímann sinn frá því í gær úr boðsundinu og fór á 1:01 í fyrsta skipti. Hún keppir í kvöld í boðsundi og við eigum örugglega eftir að sjá flotta tíma hjá henni.
Kristófer átti góðan morgun og synti líka í „aukagreininni“ sinni 100m skrið. Hann var aðeins 0,2 sek frá sínum besta tíma sem hann náði á ÍM25 og var miklu hraðari en í gær í boðsundinu. Það lítur út fyrir að hvíldin hafi gert honum gott og við hlökkum til að sjá hann í kvöld í boðsundinu 4x200m skrið þar sem þeir setja örugglega nýtt íslenskt piltamet og svo á morgun í hans uppáhaldsgrein 400m skrið.
Því miður var Jóhanna slöpp í morgun og keppti því ekki. Við vonum að hún hressist og geti verið með á morgun.
Og til ykkar kæru sundmenn sem hafa verið að synda; þið eruð að gera góða hluti og eruð að fá hrós frá þeim þjálfurum sem eruð með ykkur að það sé gott að vinna með ykkur!
Haldið svona áfram!