Fréttir

Íris vann gull á lokakvöldi NMU
Sund | 16. desember 2012

Íris vann gull á lokakvöldi NMU

 

Íris varð norðurlandameistari annað sinn á þessu ári í 200 metra baksundi. Með þessum frábæra árangri náði hún 718 fina stigum og bætti sitt eigið Íslandsmet um nærri því 2 sekúndur.  Frábært sund Íris!

Í kvöld synti Kristófer sitt besta sund, bætti sitt eigið ÍRB met í 400 metra skriðsundi, náði með því 701 fina stigum og sjöunda sætinu. Vel gert.

Berglind bætti tíma sinn enn og aftur nú í 200 bringu um eina sekúndu og varð sjöunda rétt á eftir Ólöfu sem synti á sama tíma og á ÍM25. Flott hjá ykkur stelpur.

Erla varð sjöunda á þriðja besta tíma sínum en hún var því miður aðeins hægari en í morgun.

Þrjár stúlkur úr ÍRB voru í boðsundsveitinni, Íris í baki, Ólöf bringu og Birta í skriðsundi. Liðið hefði jafnvel verið hraðara ef Berglind hefði tekið bringuna og Ólöf flugið en liðið lenti þó í fimmta sæti. Íris var á 1:06, Ólöf 1:16 og Birta 1:02. Paulina úr Ægi var á 1:09 í fluginu.

Allir sundmenn ÍRB náðu að bæta einhverja tíma og synda í úrslitum. Tveir unnu til verðlauna, einn bætti Íslandsmet og þrír bættu ÍRB met.

Íris vann gull í 200 bak og bætti Íslandsmetið og ÍRB metið í opnum flokki. Hún bætti líka ÍRB telpnametið í 50 bak. Hún náði flestum fina stigum af sundmönnum okkar eða 718 stigum.

Ólöf vann brons í 400 fjór annað árið í röð. Hún náði sínum besta tíma á sundárinu í 100 bringu og jafnaði besta tíma sinn í 200 bringu.

Kristófer bætti sitt eigið ÍRB piltamet í úrslitum í 400 skrið og náði næst flestum fina stigum af sundmönnum ÍRB eða 701 stigi. Hann var einnig í tveimur boðsundsveitum sem bættu Íslandsmet.

Birta bætti sitt eigið ÍRB telpnamet í úrslitum í 800 skrið og bætti tíma sinn umtalsvert í 100 skrið og bætti split tíma mikið í boðsundi í 200 skrið.  

Berglind bætti sig í öllum bringusundsgreinunum sínum og synti í úrslitum öll kvöldin og rústaði split tímanum sínum í 200 skrið í boðsundinu.

Erla bætti sig í 100 flug og náði sínum öðrum besta tíma í 50 og 200 og keppti úrslitum tvisvar.

Jóhanna bætti sig í 50 flug og synti í úrslitum en varð svo því miður veik.

Til hamingju sundmenn ÍRB. Við erum öll stolt af ykkur.