Íslandsmet !
Eitt íslandsmet og sex innanfélagsmet féllu á Jólamóti ÍRB núna í kvöld. Karlasveit félagsins setti íslandsmet í 4 x50m flugsundi þegar þeir syntu á 1.43.88 og bættu sitt fyrra met um tæplega sek. Sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Birkir Már Jónsson og Hjalti Rúnar Oddson. Til hamingju strákar frábært hjá ykkur. Soffía Klemenzdóttir setti fjögur met þegar hún synti 50 flug á 29.74 sem er alveg við telpnametið 29.63. Þrefalt Keflavikurmet og telpnamet hjá ÍRB, glæsilegt hjá þér Soffía. Hermann Bjarki Níelsson lét sitt ekki eftir liggja og setti tvöfalt met, bæði Keflavíkur-og ÍRB met í drengjaflokki. Gamla metið átti Birkir Már Jónsson. Frábært hjá þér Hermann ! Næsta meta- og jólamót verður þann 27. des