Íslandsmet á AMÍ
Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni var rétt í þessu að setja glæsilegt Íslandsmet í 400m skriðsundi á AMÍ hér í Reykjanesbæ. Sigrún synti á 4:17,35 mín. og bætti met sitt frá AMÍ 2007 um 1,28 sek. Á myndinni hér að neðan er Sigrún Brá, nýkrýndur aldursflokkameistar og Íslandsmetshafi, í miðið, ásamt Olgu Sigurðardóttur í Ægi, sem varð önnur, og Hildi Erlu Sigurðardóttur SH, sem varð þriðja.
Sveit SH setti í morgun stúlknamet (15-17ára) í 4x50m fjórsundi þegar þær syntu á 2:02.47 mín. og bættu met ÍRB frá 2007 um 1,66sek. Þetta var í undanrásum í morgun og þær gætu hæglega bætt metiðí úrslitunum sem synt verða um 19:10 í kvöld.
ÍRB stefnir óðfluga að 5 titlinum í röð sem stigahæsta félag AMÍ og virðast Ægiringar ekki ná að fylgja Reyknesingum eftir.