Fréttir

Sund | 28. október 2007

Íslandsmet hjá Erlu Dögg í 50 metra bringusundi

Erla Dögg Haraldsdóttir setti í dag sitt þriðja Íslandsmet á danska meistaramótinu.  Erla bætti enn frekar metið sem hún setti í 50 metra bringusundi á föstudaginn.  Erla synti á 32,35 sekúndum og bætti metið um tæpa hálfa sekúndu sem er ærin bæting þegar litið er á að sundið er einungis 50 metrar.  Erla Dögg náði besta tíma allra keppenda í sundinu.