Íslandsmet hjá Erlu Dögg í 50 metra bringusundi
Erla Dögg Haraldsdóttir setti í dag sitt þriðja Íslandsmet á danska meistaramótinu. Erla bætti enn frekar metið sem hún setti í 50 metra bringusundi á föstudaginn. Erla synti á 32,35 sekúndum og bætti metið um tæpa hálfa sekúndu sem er ærin bæting þegar litið er á að sundið er einungis 50 metrar. Erla Dögg náði besta tíma allra keppenda í sundinu.