Fréttir

Sund | 10. nóvember 2009

Íslandsmet hjá Sindra á World Cup

Sindri Þór Jakobsson setti í dag frábært íslandsmet í 200 metra flugsundi, 1,58,45 á World Cup mótinu í 25 metra laug sem fram fer í Stokkhólmi.Gamla metið í greininni átti Örn Arnarsonfrá árinu 2003 1,59,68. Með þessum frábæra árangri náði hann einnig lágmörkum fyrir EM 25 sem fram fer í Istanbúl í desember. Jóna Helena Bjarnadóttir bætti sinn fyrri tíma um rúmlega 3 sekúndur í 200m fjórsundi og keppir í úrslitum í kvöld í 800m skriðsundi. Davíð Hildiberg náði sér ekki á strik í 100m baksundinu en bætti sinn fyrri tíma í 50m flugsundi. Sömu sögu var að segja af Soffíu Klemenzdóttur, en hún náði sér ekki á strik í sínum greinum í dag.