Íslandsmet og frábær árangur á IM-25
Hreint út sagt frábær árangur hefur náðst á tveimur fyrstu keppnisdögum Innanhúsmeistarmóts Íslands
í 25 metra laug. Alls hafa 26 innanfélagsmet verið sett þ.e. 13 met hvorn daginn. ÍRB hefur unnið til
6 íslandsmeistaratitla. Þeir sem hafa orðið íslandsmeistarar eru: Hilmar Pétur Sigurðsson í 1500 metra
skriðsundi, Birkir Már Jónsson í 200 metra flugsundi, Hjalti Rúnar Oddsson í 50 metra baksundi, Davíð
Hildiberg Aðalsteinsson í 100 metra baksundi og Erla Dögg Haraldsdóttir í 200 metra flugsundi og boðsundssveit
karla sigraði í 4*50 metra fjórsundi á stórglæsilegu Íslandsmeti 1:45,47 í sveitinni voru þeir Davíð Hildiberg
Aðalsteinsson, Guðni Emilsson, Hjalti Rúnar Oddsson og Birkir Már Jónsson. Gunnar Örn Arnarson setti
drengjamet í 400 metra fjórsundi þegar hann synti á 4:51,32 og bætti 11 ára gamalt met Arnar Arnarsonar.
Liðsmenn okkar unnið til fjölda annara verðlauna og persónulegar bætingar eru fleiri en tölu verður á komið.