Fréttir

Sund | 15. nóvember 2007

Íslandsmótið hafið - úrslit greina

Íslandsmótið í 25 metra laug er hafið í Laugardalslaug og mun standa fram á sunnudag. Okkar fólk er í góðum gír og ætlar sér stóra hluti. Tveimur greinum er lokið og fyrsti Íslandsmeistaratitillínn hefur þegar litið dagsins ljós, en Hilmar Pétur vann gríðarlega öruggan sigur í 1500 metra skriðsundi og bætti sinn fyrri árangur um 28 sekúndur.  Þetta er jafnframt í sjötta sinn í röð sem Hilmar Pétur sigrar þessa grein á IM-25. Hann hefur með ótrúlegri einurð og eljusemi sýnt að hægt er að ná frábærum árangri ef að maður leggur sig fram.  Glæsilegt Hilmar og til hamingju! Áfram ÍRB!

Hér má sjá úrslit frá mótinu, úrslit hverrar greinar eru birt nokkrum mínútum eftir að grein líkur.